Skagfirðingabók - 01.01.1994, Qupperneq 35
AF SKAFTA FRÁ NÖF
skrá, var Úlfur Uggason smíðaður úr furu á Akureyri 1915.
Þetta var traustlega byggður bátur, 9 brúttórúmlestir, 10.55 m
á lengd, 3.08 m á breidd (undir þilfari), dýpt 1.32 m. Hann
var í öndverðu með 12 hestafla Hein-vél. Freistandi er að ætla,
að móðurbróðir þeirra bræðra, Bjarni Einarsson skipasmiður,
hafi smíðað bátinn. Um það skortir heimildir. Þegar hér var
komið sögu, hafði Nafarfjölskyldan unnið sig úr basli í bjarg-
álnir, og átti Skafti stærstan hlut að því, að svo skjótt skipti
um.
Stefán á Nöf hafði fengið lítilsháttar styrk frá Hofshreppi
nokkur ár og einu sinni eða oftar nokkrar krónur úr Styrktar-
sjóði alþýðu. Þetta hrökk þó skammt, og nærri má geta, að það
hefur ekki alls kostar verið að skapi Dýrleifar að þiggja, ef hún
hefur þá verið spurð ráða; lét þó kyrrt. Nú var þessari þrauta-
göngu lokið, en vitaskuld biðu fjölskyldunnar þó margvíslegir
erfiðleikar til að takast á við. — Það var eigi að síður bjart fram-
undan það herrans ár 1918.
Fyrsta árið, sem Dýrleif Einarsdóttir var „léttastúlka” í Neðri-
Skútu var stofnað félag á Siglufirði til að veiða síld í nót eða
svokallaða síldarlása. Tilraun þessi skilaði árangri aðeins eina
vertíð, enda áraði illa. Félagið leystist upp. Síldveiðar hófust
þar ekki á nýjaleik fyrr en árið 1903 og þá af Norðmönnum.
Um svipað leyti fóru Dýrleif og Stefán á síðari Málmeyjarárum
sínum að veiða síld sér til matar.
Þeir bræður, Skafti og Pétur, munu hafa verið „í síld“ á Siglu-
firði 1917, jafnvel fyrr. Eftir að þeir eignuðust Úlf, gerðu þeir
hann út þaðan. Guðveig systir þeirra var ráðskona hjá þeim,
ellefu ára gömul, og fórst vel úr hendi. Faðir hennar mátti sum-
arið það sakna vinar í stað. Guðrún Björnsdóttir frá Kornsá segir
svo um Guðveigu: „Það kom mest í hennar hlut, frá því hún
var smábarn, að vera hjá honum, þegar móðir hennar var úti að
vinna. Hún þekkti allar þarfir hans, var ávallt reiðubúin og lét
hann aldrei einan... — „Guðveig var föður sínum hönd og fót-
ur“, sagði nágrannakona þeirra við mig. „En oft var ég hrædd
3 Skagfirdingabók
33