Skagfirðingabók - 01.01.1994, Side 36
SKAGFIRÐINGABÓK
um að veslings barnið mundi verða hryggskökk eða einhver
aumingi, þegar ég sá hve þungt hann hvíldi á öxlum hennar."
— Og síðar, öll þau löngu og erfiðu ár, eftir að hann var orðinn
gersamlega aflvana, var hún móður sinni jafnan ómetanleg stoð
við að annast hann og hjúkra honurn." — Guðveig er talin hafa
erft kappgirni og starfsþrek móður sinnar.
Margar sögur gengu og ganga raunar enn af glannaskap
Skafta á sjó. Víst var hann áræðinn, en aldrei missti hann mann
né barst á, þótt hann lenti iðulega í versta veðri á hættulegri
siglingaleið milli skagfirzkra hafna. Sjálfur neitaði Skafti að
hafa sýnt fífldirfsku á sjó — að minnsta kosti ekki fulltíða mað-
ur. Þótt hann hefði staðfasta trú á, „að yfir sér væri vakað" á
sjó, sýndi hann ekki vítavert kæruleysi. Hann kveðst sjálfur
hafa verið óþreytandi að gera varúðarráðstafanir í stað þess að
freista gæfunnar í skjóli þess, að hann yrði ekki sjódauður. Því
aðeins hugði hann, að sér mundi vel farnast. Hitt er svo annað
mál, að hann taldi sig stundum varaðan við hættu með þeim
hætti, sem ekki verður skýrður. Hér verður getið þriggja atvika
frá sjómannsferli Skafta, meðan hann enn átti heima á Nöf við
Hofsós, og lýsa þau honum nokkuð:
Fyrst er hin kunna „tundurduflssaga". Hún er birt hér lítið
eitt stytt, en eins og Skafti sjálfur sagði hana Eiríki prentara
Eiríkssyni.
Skafti var á Úlfi Uggasyni, þegar þetta gerðist, rétt eftir
stríðslokin 1918. Þeir voru fimm ungir menn á bátnum, reru
frá Siglufirði og voru á færi. Skyndilega sér Skafti, hvar eitt-
hvað skoppar fyrir framan bátinn, en svolítil kvika var. Hann
gerir sér „á auga lifandi bili ljóst, að þetta var tundurdufl. Það
stóð upp yfir að ofan og stóð þannig í vatninu, að þegar kvik-
urnar fóru upp, þá hvarf það, en skaut svo aftur upp í dæld-
unum“, segir Skafti og heldur síðan áfram: „Við fórum nú að
spekúlera í þessu. Það dró vír á eftir sér, en ofan á því voru
tveir kengir, sem augsýnilega voru ætlaðir til að hífa það upp.
34
j