Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 37
AF SKAFTA FRÁ NÖF
Við þinguðum um, hvað gera skyldi, og það endaði með því,
að ég lét setja krókinn á talíunni í annan kenginn, og við híf-
uðum það upp á dekk. Fjögur sprengihorn voru á þessu dufli,
þrjú voru farin, en það fjórða skrúfaði ég úr þarna á dekkinu.
Það halda margir, að það hafi verið eitthvert bras við það að
koma því inn fyrir í bátinn. En þetta var ekki meira en þegar
við vorum að hífa inn kýr eða kindur á ströndinni víða um
Skagafjörð. Bóman var þannig útbúin hjá okkur, að þetta var
okkur ákaflega auðvelt. Ég er ekkert að verja þetta ....“
Síðan er haldið inn á Siglufjörð og yfirvöldum gert viðvart.
Fyrst í stað urðu þeir aðeins til athlægis. En Kristján Möller
yfirlögregluþjónn gerir sér þegar ljóst, að hætta geti stafað af
duflinu og skipar að fara með bátinn að innstu bryggjunni í
bænum, setur vörð um hana og bannar alla umferð á stóru
svæði. Bæjarfógeti leitar ráða hjá yfirvöldum syðra. Fólk álasaði
Skafta og félögum hans harðlega fyrir tiltækið. Skafti bauðst
þá til að fara einn með duflið og fleygja því útbyrðis á sama
stað og hann fann það. Má það vera til marks um, að hann hafi
þykkzt við. Boðinu var vitaskuld hafnað og honum tilkynnt,
að sjóliðum á Islands Falk væri ætlað að eyða vítisvélinni.
Ulfur var í herkvínni í hálfan mánuð undir ströngu eftirliti,
unz Fálkinn kom á vettvang. Þá var Skafta skipað að halda
einn saman í humátt á eftir varðskipinu út fyrir Vitavík. Er
þangað kom, bauðst Skafti til að koma duflinu útbyrðis án ann-
arra aðstoðar, en boðinu var hafnað. Sjóliðar söguðu allmikið
skarð í lunninguna á Úlfi og renndu duflinu útbyrðis. Síðan
fóru þeir með það langt út fyrir Siglufjörð og sáu þar fyrir því.
Líklegt þykir nú, að Skafti hafi gert duflið óvirkt, er hann skrúf-
aði heilu hyrnuna af því, og staðið að verki eins og vera bar.
Skafti kvað aldrei hafa komið til mála, að skilja duflið eftir á
siglingaleið inn Skagafjörð, og þá var ekki um annað að gera
en koma því burtu.
Það mun hafa verið 1919, sem fjölskyldan á Nöf ákvað að
35