Skagfirðingabók - 01.01.1994, Qupperneq 38
SKAGFIRÐINGABÓK
fylgjast að til sumardvalar á Siglufirði, því að þar var nóga
vinnu að fá ungum sem eldri. Eins og að líkum lætur, var
erfiðleikum háð að taka sig upp vor og haust með ósjálfbjarga
sjúkling og búslóð. Alltaf var farið á Úlfi á milli; stundum
mátti kalla, að um svaðilfarir væri að ræða.
Skafti lét smíða föður sínum, sem þá var hættur að hafa fóta-
vist, sérstakt rúm í þessu skyni, og var því komið fyrir á þilfari
Ulfs, því að engin leið var að búa um Stefán í þröngum lúkarn-
um. Bálkurinn var á háum fótum, til þess að sjór gæti runnið
óhindrað undir hann, og rammlega festur. Rúmstokkar voru
svo háir, að ekki var talin hætta á, að sjúklingurinn félli fram
úr, þrátt fyrir mikinn velting. Ef rigning var eða hríð, var hægt
að tjalda yfir „kojuna“. Oftar en hitt voru ferðir þessar svalk-
samar á fleytu, sem gekk þetta sex mílur í logni og gat jafnvel
farið ofan í tvær mílur í haustfrassa. Stundum reyndist svo ekki
lendandi í heimahöfn. Skafti hefur sagt sögu afþví:
Það var í september, trúlega 1921, að fjölskyldan hafði beðið
skaplegs veðurs í fullan hálfan mánuð. Svo var það morgun nokk-
urn, að Skafti taldi veðurhorfur snöggtum skárri en að undan-
förnu, svo að fjölskyldan tók sig upp í skyndi og hélt af stað
heimleiðis með búslóðina.
Yngri systkini hans og móðir, fóru þegar undir þiljur, því að
lítið hafði verið um hvíld nóttina áður. Þegar komið var fyrir
Sauðanesvita og siglt inn með Dölum, er rokhvasst og sjáan-
legt, að ekki verði lent í Hofsósi; það var þá fremur reynandi í
Naustavík, sem er skammt utan við Hofsós.
Þegar komið var undir Almenningsnöf, sneri Skafti við og
út fyrir vitann. Inni á Vitavík reyndist rennisléttur sjór. Það er
gamall og góður sjómannasiður að leita vars, ef búist er við
versnandi veðri, til að skálka lúgur, breiða ofan á það, sem ekki
má vökna og binda allt lauslegt, svo að það valdi ekki tjóni á
skipi eða mönnum.
Sem báturinn er kominn inn á víkina í kyrran sjó, kemur
Dýrleif upp, lítur grannt til allra átta án þess að mæla. Síðan
36