Skagfirðingabók - 01.01.1994, Síða 39
AF SKAFTA FRA NÖF
gengur hún föstum skrefum til Skafta og spyr heldur hvat-
skeytilega:
„Hvernig stendur á því, að þú ert að snúa við?“
Skafti kveður hvassviðri valda og varla sé gerlegt að halda
áfram. „Við verðum allan daginn að berja inn eftir, vélin er svo
kraftlítil."
„Neyðarúrræði lízt mér það vera,“ anzaði Dýrleif. „Það er kom-
ið undir göngur. Við eigum allan svörðinn okkar úti, og svo
þarf að sinna kindunum, slátra og útbúa haustmat, en óvíst, að
betur gefi í bráð. Eg eggja þig ekki, ef þú óttast, að um lífs-
hættu sé að ræða.”
Svo skimaði Dýrleif enn einu sinni í kringum sig og mælti
af stundu: „Ja, ætli hann gangi nú ekki í vestrið með kvöldinu
og lægi."
„Ekki er ég beinlínis hræddur um, að við stofnum okkur í
lífshættu, en ólendandi tel ég í Hofsósi nú, hvað þá heldur, ef
meira hvessir. Þó unnt væri að lenda í Naustavíkinni, höfum
við varla mannafla til að bera rúmið."
„Allt læt ég það nú vera,” svaraði Dýrleif. „Við Guðveig get-
um hæglega hjálpað til við burðinn, og dugi það ekki, ætti að
vera hægt að fá hjálp frá Hofsósi. En svo sýnist mér nú sem
veðrið muni heldur lægja aftur fram yfir hádegi, hvað sem svo
síðar verður."
Afram var haldið, komið í Naustavík síðla dags, og gekk allt
að óskum. Um kvöldið var komið stórviðri og hélzt svo næstu
daga.
Þótt vel skipaðist í þetta sinn, eins og svo oft áður, reyndust
þessir flutningar vor og haust erfiðir. Þeir bræður höfðu nokkru
fyrr en hér er komið sögu efnt upp á söltunarstöð á Siglufirði,
eins og brátt verður getið, en að litlu að hverfa í Hofsósi. Það
varð því úr, að fjölskyldan fluttist alfarin til Siglufjarðar vorið
1922.
í apríl 1919 létu 18 manns lífið í snjóflóðum, sem féllu í
37