Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 43
AF SKAFTA FRÁ NÖF
kreppuárunum urðu nokkuð tíð eigendaskipti að lóðarhlutun-
um. Hafnarsjóður Siglufjarðar keypti suðurhlutann af Ingvari
Guðjónssyni 1934, og fyrirtæki Antons Jónssonar keypti norð-
urhlutann tveim árum síðar af sama manni. Hafnarsjóður eign-
aðist einnig þann hluta eftir nauðungaruppboð 1939. Þessir
tveir hlutar af lóð Snorra Jónssonar voru síðan skráðir sem tvær
aðskildar eignir hafnarsjóðs Siglufjarðar og nefndar Ingvarsstöð
og Antonsstöð eftir síðustu eigendum.
Næsta stöð norðan Antonsstöðvar var útgerðarstöð bræðr-
anna Friðriks og Einars Einarssona, sem fyrr er getið. Þar fyrir
norðan gat Malmquistsstöð. Eigandi hennar var Einar Malm-
quist, sonur áðurnefnds Einars Einarssonar.
Benedikt Sigurðsson kennari á Sigluflrði, sem farið hefur
verið í smiðju til, getur þess, að góð samvinna muni löngum
hafa verið með útvegsmönnum: „Kemur allvíða fram að menn
sem ekkert áttu í lóðunum áttu á þeim hús og skúra og höfðu
afnot af bryggjunum." Einn þeirra, sem tryggði sér aðstöðu á
þessu svæði fyrir 1920, var Skafti frá Nöf, eins og áður er vikið
að. Arið 1922 reisti Skafti bragga á Roaldslóð, sem í daglegu
tali var kallaður Skaftabrakki. 1 honum bjó fjölskyldan, unz
hún fluttist í nýtt þriggja hæða timburhús 1925, er Skafti
nefndi Nöf, eins og söltunarstöðina.
Hinn 6. október 1927 keypti Skafti af Severin Roald ræmu
af Roaldslóð, meðfram suðurmörkum hinnar gömlu Snorralóð-
ar. Annars fer Skafti rólega í sakirnar; stækkar smám saman við
sig. Árið 1934 breikkar hann bryggju sína til suðurs, stendur
að öðru leyti ekki í stórframkvæmdum.
Árið 1946 samþykkti hafnarnefnd að leigja Skafta Antons-
stöð ásamt uppfyllingu til fimm mánaða; þó ekki brakkann.
En 1947 tekur hann á leigu „platningu" og „upplagspláss" Ant-
onsstöðvar. Hinn 9- marz 1948 fær hann Malmquistsstöð leigða
til eins árs, og breikkar þá jafnframt platningu sína; færir sig
enn upp á skaftið árið 1949 og fær Antonsstöð og Ingvarsstöð
leigðar til þriggja ára. Leigan var síðan framlengd, og hafði
41