Skagfirðingabók - 01.01.1994, Side 45
AF SKAFTA FRÁ NÖF
Skafti báðar stöðvarnar undir um tveggja áratuga skeið, óslitið
til ársins 1968, og hafði með höndum mikla síldarsöltun í sam-
starfi við Einar Guðfinnsson útgerðarmann í Bolungarvík.
Upphaf samstarfs Skafta og Einars má rekja til þess, að Einar
átti síldveiðibát, sem Bangsi hét, og keypti vorið 1945 nót og
nótabáta vegna útgerðar hans, en „Bangsi réð hvorki við bátana
né nótina, sem hafði verið sett upp fyrir stærra skip“. Skafti frá
Nöf átti einn nótabát og hringnót, sem gafst vel á síldveiðibát-
um, sem vart réðu við tvo báta í drætti, en hann vantaði skip,
„því að hann missti bát sinn, Stathavet, sem var svipaðrar stærð-
ar og Bangsi”. Einar brá sér norður á Siglufjörð til fundar við
Skafta, og gerðu þeir félag með sér og hófu söltun saman 1947:
„Skafti átti bryggju, plan og söltunartæki, en við bátana og
alla útgerð þeirra. Við söltuðum í helmingafélagi við Skafta,"
segir í Einars sögu Guðfinnssonar.
Guðfmnur, sonur Einars, var staðgengill föður síns nyrðra,
sá um útvegun á síld, fengist ekki nóg af Bolungarvíkurbátum,
en Skafti annaðist söltunina að öllu leyti. Enn segir í Einars
sögu: „Fljótlega færðum við út kvíarnar og leigðum annað plan,
næst við Skaftaplanið, og varð Nöf þá innan tíðar jafnstærsta
söltunarstöðin á Siglufirði á þessum árum. Hún var ýmist hæsta
stöðin ellegar með þeim hæstu, og væri tekið meðaltal áranna,
sem hún starfaði, eftir að félagsskapur okkar Skafta hófst og
þar til síldin hvarf af Norðurlandsmiðum, uppúr 1960, er hún
að meðaltali hæst með söltun."
Einar Guðfinnsson segir í ævisögu sinni, að hin miklu við-
skipti þeirra Skafta hafi verið staðfest með heiðursmannasam-
komulagi. Þeir gerðu aldrei skriflegan samning um rekstur fyr-
irtækisins, allt handsalað, og öll loforð beggja stóðust. Það var
þó ekki eins og um lítið fyrirtæki væri að ræða, iðulega á ann-
að hundrað manns í vinnu hjá því, fólk, sem átti lífsframfæri
sitt og sinna að meira eða minna leyti undir góðum rekstri
þess.
43