Skagfirðingabók - 01.01.1994, Síða 46
SKAGFIRÐINGABÓK
X. Eiginkonan og cett hennar
Skafti frá Nöf gifti sig á afmælisdaginn sinn 6. marz 1925. Brúð-
urin hét Helga Sigurlína Jónsdóttir, fædd 16. október 1895.
Giftingarárið, 30. september, fæddist þeim veikburða dóttir,
sem skírð var Dýrleif daginn eftir og „lézt litlu síðar”. Fjögur
börn þeirra komust á legg: Jón, Stefán, Gunnlaugur Tryggvi
og Jóhanna. Vel þykir hlýða að hafa líkan hátt á og fyrr, geta
ætta að Helgu.
Tómas Jónsson hét maður, bóndi og smiður á Barká í Hörg-
árdal og víðar. Af börnum hans verða tvö nafngreind hér: Tóm-
as (1801—1875), er fyrr bjó í Hálfdanartungum (1852—1860),
örreytis fjallakoti í Norðurárdal í Skagafirði, síðar í Flöguseli í
Hörgárdal, og Þuríður, kona Jónasar Björnssonar á Gili í Oxna-
dal. Sonur þeirra Þuríðar og Jónasar var Jón í Grundarkoti í
Blönduhlíð, faðir Jónasar húsasmíðameistara á Syðri-Brekkum,
föður Péturs hreppstjóra á Sauðárkróki og Hermanns forsætis-
ráðherra. Móðir þeirra bræðra var Pálína ljósmóðir, sem fyrr er
nefnd til sögunnar. Annar sonur Jóns í Grundarkoti var Jón,
síðasti ábúandi í Hálfdanartungum, seinna bóndi á Hrapps-
staðakoti í Svarfaðardal. „[Hann] var gæddur sérstaklega mikl-
um gáfum og manna skemmtilegastur í viðræðum.”
Kona Tómasar í Hálfdanartungum var Guðrún Jónsdóttir,
Björnssonar frá Hillum á Arskógsströnd. Björn var talinn ofur-
menni að burðum og brokkgengur nokkuð.
Tómas í Hálfdanartungum þótti í ýmsu mikilhæfur, þrek-
mikill dugnaðarþjarkur; „fátækur, greindur vel og öðlingsmað-
ur“, hæglátur „og hneigður til bókar“. Um Guðrúnu, konu Tóm-
asar, er minna vitað, en sögð var hún hæglát og „í betra lagi
gáfuð". Jón faðir hennar var talinn greindarmaður, „en þótti
einrænn og ómannblendinn”. Þau Tómas gengu í hjónaband
1821, en sögðu að mestu skilið með sér eftir þrjátíu ára sam-
búð. Var Guðrún eftir það lengst á vegum barna sinna. Þau
44