Skagfirðingabók - 01.01.1994, Qupperneq 47
AFSKAFTA FRÁ NÖF
hjón áttu tíu börn, komust sex til fullorðinsára. Hér skulu að-
eins nefndir til sögu tvíburarnir Tómas og Þóra, f. 1828. Tóm-
as varð síðar hreppstjóri Lýtinga, bjó á Tunguhálsi og víðar í
Lýtingsstaðahreppi. Hann þótti merkur maður, bókhneigður
mjög, reikningsmaður góður og lipur skrifari. Þóru systur hans
var líkt farið. Fermingareinkunn hennar var þessi: „Prýðilega
læs, kann og skilur rétt vel, ráðvönd stúlka”.
Þóra Tómasdóttir átti Jón Sigurðsson (1829-1898), sem auk-
nefndur var háleggur. Aður hafði hún átt barn með 17 ára pilti,
Frímanni Agústssyni, var það Helga, kennd við Baugasel. Hún
lézt 98 ára gömul árið 1949. Frímann fluttist síðar vestur um
haf og gat sér þar hið bezta orð.
Jón Sigurðsson hafði líka gerzt brotlegur fyrir giftinguna.
Hann gat barn við Sigríði Benediktstóttur, hálfgerðum fá-
ráðlingi, lengst af sveitlægum. Barnið var Jón, fæddur 1850 og
dó sama ár.
Þóra Tómasdóttir mun hafa þótt fyrir bónda sínum. Hún
var kappdugleg og þrekmikil, glaðlynd og skemmtin, Ijóðelsk
og bókhnýsin. Sögusagnir eru um, að hún hafi verið heitbund-
in skagfirzkum manni, er kynni tókust með þeim Frímanni, en
gengið á heitin, áður en Helga var í heiminn borin.
Jón og Þóra giftust 1856 og settu bú saman á Ingveldarstöð-
um í Hjaltadal, bjuggu þar fardagaárið 1859—1860, síðan í
Hálfdanartungum, er faðir Þóru lét kotið laust 1860. Bjuggu
þau þar í þrjú ár, fóru síðan byggðum að Saurbæ í Hörgárdal.
Meðal barna Jóns og Þóru í Saurbæ voru: Kristín og Jón.
Kristín (1866—1955) var um tíma ráðskona á Möðruvöllum í
Hörgárdal, ógift. Sonur hennar með (Jónasi) Steindóri Jónas-
syni, verzlunarmanni á Oddeyri, er Steindór náttúrufræðingur
frá Hlöðum, fv. skólameistari á Akureyri.
Jón (1858—1936) bróðir Kristínar, utanbúðarmaður hjá Höepfn-
ersverzlun á Akureyri, kvæntist Jóhönnu (eldri) Gísladóttur, Þor-
lákssonar, sem lengi var vinnumaður séra Jóns Hallssonar í
Glaumbæ. Börn Jóns og Jóhönnu (1857—1953) voru: Gunn-
45