Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 50
SKAGFIRÐINGABÓK
Efsti hluti Búðargils á Akureyri. He/ga Jónsdóttir ólst upp í húsinu lengst til
vinstri, Lœkjargötu 18. Þar fœddist Jón sonur hennar.
Ljósm.: Hallgrímur Einarsson. Minjasafnið á Akureyri
Fjarstæðast er þó, þegar svipmót Jóhönnu Gísladóttur, móð-
ur Helgu Jónsdóttur og þeirra systkina, er talið benda til þess,
að séra Jón Hallsson væri faðir að henni. María, móðir hennar,
var bróðurdóttir prófasts, eins og fyrr segir, svo að ekki voru
kyn, þótt svipur reyndist með þeim. Skyldleikinn virðist hafa
legið í þagnarþey, svo mikill var ákafinn við að feðra.
Helga Jónsdóttir ólst upp í foreldrahúsum „í Gilinu”, Lækj-
argötu 18 á Akureyri. Hún stundaði alla algenga vinnu, er hún
hafði aldur og þroska til. Foreldrar hennar áttu nóg fyrir sig,
enda farið vel með lítil efni. „Helga þótti snemma dugleg til
allrar vinnu“, segir Steindór Steindórsson frá Hlöðum, og bæt-
ir við: „Hún var há vexti og fríð sýnum, og voru margir ungir
menn skotnir í henni, ekki sízt Eyfirðingar, en nokkur sumur