Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 51
AF SKAFTA FRÁ NÖF
var hún í kaupavinnu hjá hálfsystur sinni, Guðrúnu húsfreyju á
Stórahamri. Stríddi ég Helgu oft á því, að þeir hefðu allir verið
skotnir í henni bændasynirnir og vinnumennirnir um allan Öng-
ulsstaðahrepp. Var þetta nú kannski dálítið orðum aukið. En
það var ekki að ástæðulausu, þó ungu mönnunum litist vel á
Helgu. Hún var einkar fríð sýnum, dugleg og skemmtileg,
glaðlynd og gamansöm, ef svo bar undir. Eg þekkti hana mjög
vel, því í fyrsta lagi vorum við systkinabörn, og móðir mín
heimsótti oft Jón bróður sinn ... og gistum við þá tvær-þrjár
nætur, þegar ég var í bernsku. Síðar bjó ég einn vetur, fyrsta
skólaveturinn minn, hjá þeim systkinum Helgu og Alfreð, og
voru kynni okkar mest þar. Nú, segja má, að þau væru minni,
eftir að hún hvarf til Siglufjarðar, enda þótt alltaf væru hlýjar
taugar milli okkar frændsystkinanna, bæði hennar og systkina
hennar.“ Og Steindór heldur áfram:
„Ingibjörg systir Helgu fluttist ung til Siglufjarðar og gift-
ist Andrési Hafliðasyni kaupmanni þar. Síðar fluttust foreldrar
þeirra vestur og loks Helga sjálf síðast. Þá voru miklir fólks-
flutningar frá Akureyri til Siglufjarðar, og var það náttúrlega
síldin, sem freistaði og hið fjörlega atvinnulíf. ... Helga var ein
duglegasta síldarsöltunarkona bæði á Akureyri og síðar á Siglu-
firði, og mun það meðal annars hafa orðið til þess, að hún leit-
aði að atvinnu á Siglufirði, þegar dró úr síldarvinnu hér á Ak-
ureyri.
Eftir að foreldrar hennar fluttust vestur, var hún tvö ár ráðs-
kona hjá Alfreð bróður sínum hér. En upp úr því giftist hún
Skafta Stefánssyni frá Nöf. Þau höfðu kynnzt áður á Siglufirði.
Eg held, að það séu engar ýkjur, að Helga hafi verið meðal
glæsilegustu stúlkna á Akureyri á sínum yngri árum, og ég
hygg, að hún hafi haldið því fram eftir aldri, að minnsta kosti
svo lengi sem ég sá hana, enda er það að nokkru leyti ættarfylgja
að eldast vel. Helga var óskólagengin, en sótt hafði hún mat-
reiðslunámskeið hér á Akureyri, og var hún snillingur í matar-
gerð. Það get ég bezt vitnað, er ég bjó hjá þeim systkinum."
4 Skagftrðingabók
49