Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 52
SKAGFIRÐINGABÓK
Þau Helga og Skafti munu hafa kynnzt um 1920. Virðist þá
auðskilið, hve honum varð tíðfarið á eyfirzkar hafnir og sérstak-
lega til Akureyrar á árunum fyrir 1925! Helga var eftirsótt,
Skafti því naumast einn um hituna, er kynni tókust með þeim
Helgu svo löngu fyrir giftinguna, enda var í þann tíð bráðræði
minna en síðar varð.
Ymsir töldu lítið jafnræði með hjónaefnunum, Skafta og
Helgu, að því er laut að fríðleika. Flestir karlmenn töldu Skafta
manna ófríðastan. Dómar þeirra eru flestir á þessa lund: „Fáa
menn hef ég séð ófríðari og lausari við glæsimennsku, svo ekki
sé talað um pjatt og stertimennsku í framkomu og klæðaburði
og hann var luralegur í vexti ....“ Svo einkennilega vill til, að
konum er gjarnt að draga upp allt aðra mynd af Skafta. Guð-
rún frá Kornsá segir, eftir að hafa séð honum oft bregða fyrir á
götu á Siglufirði. Hann vakti athygli hennar öðrum karlmönn-
um fremur: „Þreklegur var hann og hafði ætíð hraðan á, stór-
skorinn nokkuð í andliti og veðurbitinn, en ætíð glaðlegur á
svip, bar höfuðið hátt og var svo djarfmannlegur og öruggur í
fasi, að ósjálfrátt vakti traust." Konur, sem greinarhöfundur hef-
ur spurt um Skafta, svara svo: „Manni leið vel í návist hans”. —
„Hann var góðlegur, fasprúður og traustvekjandi." „Nei, hann
var ekki ófríður. Hann var karlmannlegur og þelhlýr."
Hér virðist skjóta í tvö horn. Líklega má herma upp á Skafta
ummæli, sem Jónas Hallgrímsson skáld hafði um „íþróttabróð-
ur“ sinn og góðkunningja, skáldið Hauch: „... ólánlega vaxinn,
allra manna svartastur, blakkur og suðrænn í andliti og sérlega
fallega-ljótur.“
XI. Flóabataferðir Skafta um Skagafjörð
Siglfirðingar bjuggu lengi við mjólkurskort. Vandinn óx, eftir
því sem íbúum fjölgaði. Bændabýli voru að vísu í grenndinni,
en fengu ekki fullnægt mjólkurþörf. Sum þeirra fóru í eyði,
50