Skagfirðingabók - 01.01.1994, Side 54
SKAGFIRÐINGABÓK
því að síldarvinna þótti vænlegri en búskapur. Loks keypti
Siglufjarðarbær tvær beztu jarðirnar — Hól og Saurbæ — og kom
upp kúabúi þar. Það bætti úr brýnustu þörf um sinn. Héraðs-
læknir taldi heilsufari ungbarna ábótavant og mjólkurskort
aðalástæðu þess. Mjólkursamlag Kaupfélags Eyfirðinga var stofn-
að 1928, en gat ekki fullnægt mjólkurþörf Siglfirðinga. Arið
1935, hinn 16. júlí, tók Mjólkursamlag Skagfirðinga á Sauðár-
króki til starfa. Það markaði tímamót í atvinnusögu héraðsins.
Samgöngur á landi urðu greiðari sökum mjólkurflutninga; lífs-
háttabreyting fór í kjölfarið, sala nýmetis óx; fiskur veiddur að
morgni á Sauðárkróki, dreifðist um framsveitir Skagafjarðar að
kvöldi. Það varð algengt að nota tóma mjólkurbrúsana undir
fiskmeti og ýmsa samlagsvöru.
Siglfirðingum og Skagfirðingum var mikið hagsmunamál,
að sala mjólkurafurða gæti hafizt til Siglufjarðar eftir opnun
samlagsins. Menn höfðu velt fyrir sér, hvernig koma mætti á
föstum bátsferðum, þrem vikulega um síldartímann, annars
tveim. Sigling um Skagafjörð á litlum bátum að vetrarlagi
þótti engan veginn hættulaus, og var öll hafnaraðstaða þá mun
lakari en síðar varð. Þeim, sem báta áttu, þótti gróðavænlegra
að halda þeim út til veiða. Flóabátaferðir, sem svo voru kallað-
ar, höfðu þótt lítt arðbærar, enda löngum verið stopular. Hvort
sem málið var reifað lengur eða skemur, varð ofan á, að Skafti
tæki að sér mjólkurflutninga, svo og vöruflutninga í þágu Kaup-
félags Skagfirðinga eftir þörfum. Hann var volkinu vanur, hafði
í ígripum frá fiskveiðum lagt nokkra stund á vöruflutninga
milli Akureyrar og hafna við Eyjafjörð og til Siglufjarðar, fór
einnig til Grímseyjar á Ulfi og austur á Tjörnes að sækja Tjör-
neskol, sem svo voru kölluð. Hann var öllum kunnugri sigl-
ingaleið um Skagafjörð, hafði raunar frá því hann eignaðist Úlf
Uggason haldið uppi ferðum til skagfirzkra hafna, þó ekki
reglulega. Einkum átti hann oft erindi til Hofsóss og Haganes-
víkur, því að Fljótamenn og Siglfirðingar höfðu jafnan mikil
52