Skagfirðingabók - 01.01.1994, Qupperneq 55
AF SKAFTA FRÁ NÖF
viðskipti, stofnuðu m.a. sameignarfélag um kjötsölu. Ýmsa furð-
aði á, að síldarútvegsmaður skyldi lúta að svo litlu sem þessum
flutningum. Engan virðist hafa órað fyrir, hvílík lyftistöng
þessi skipan mála varð skagfirzkri alþýðu, sem leitaði atvinnu á
Siglufirði. Fljótlega tók Skafti einnig að sér póstflutning milli
Siglufjarðar og hafna við Skagafjörð. Var honum það nokkur
búbót. Svo vel þótti Skafti rækja þenna starfa, að hann reyndist
ómissandi hlekkur í samgöngumálum héraðsins. Oftast fór hann
ferðirnar sjálfur, að minnsta kosti að vetrinum, og til þess not-
aðir bátar hans, Ulfur Uggason, Stathavet, Þormóður rammi,
Mjölnir. Verður síðar gerð nánari grein fyrir þeim. Fáir Skag-
firðingar vissu nöfn þessara báta. Þeir báru allir Skaftanafn. Fólk
„fór með Skafta", „kom með Skafta", „var hjá Skafta" (í síld).
Mjólkur- og póstflutningar voru að vísu mikilvægir milli
Sauðárkróks og Siglufjarðar, meðan enginn var vegurinn yfir
Siglufjarðarskarð, en skiptu öllu máli fyrir alþýðu manna, sem
leitaði sér atvinnu í síld á Siglufirði. Jafnvel heilar fjölskyldur
úr skagfirzkum sjávarþorpum fóru þangað í atvinnuleit á kreppu-
árunum og bændur og búalið, er tóm gafst frá búskap nokkra
daga samt.
„Fyrirgreiðslu-farganið", sem sumir nefndu svo, mæddi mjög
á Skafta. Einlægt kvabb, taka pinkil eða bréf hér, skila þar,
koma boðum til hinna og þessara í síldarparadísinni. Aldrei
skrifaði hann neitt hjá sér, „geymdi allt í hnakkanum“, eins og
hann sagði. Minni hans var einstaklega trútt, og má það bera
manngerðinni vitni.
Skafti var hagorður nokkuð, lagði samt litla rækt við þá
íþrótt, en hefði að sumra mati getað haslað sér völl meðal kunnra
hagyrðinga. Hann orti aðeins dægurflugur, stundum „hrukku
vísur óvart upp úr honum”, eins og hann sagði, aðrar gerði hann
til að festa sér sitthvað í minni. Skafti sagði Sigurjóni fræði-
manni Sigtryggssyni á Siglufirði eftirfarandi: „Skafti kvaðst
hafa komið með eggjakassa úr Skagafirði, til konu, sem Hólm-
53