Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 56
SKAGFIRÐINGABÓK
friður hét. Hann fór heim til hennar til að láta hana vita um
kassann, svo að hún gæti látið sækja hann. Hann kvaddi dyra,
en út kom einhver annar en Hólmfríður. Skafti þuldi:
Eg hef mikið erilstarf,
æði margt ég þarf að passa.
Hólmfríði ég hitta þarf,
hún á hjá mér eggjakassa."
Skafti flutti bæði kvikt og dautt í ferðum sínum, menn,
skepnur og hvers konar föggur og varning. Honum var samt
heldur lítið um að taka eina vörutegund til flutnings, gerði
það þó jafnan, enda áttu góðkunningjar hans ósjaldan í hlut.
Hann orðaði þetta einu sinni svo: „Þeir eru skrýtnir Skagfirð-
ingarnir mínir, láta mig flytja mjólk út í Siglufjörð og brenni-
vín til baka“. Skafti var strangur bindindismaður.
Svo segir í annálum, að árið 1942 hafi oddviti sýslunefndar
Skagfirðinga, Sigurður Sigurðsson, pantað „glaðning" handa
nefndarmönnum frá vínverzlun Akureyrar. Atti að senda hana
með mjólkurbát til Siglufjarðar. Þar var hún á hendur falin
Skafta frá Nöf, sem skyldi koma henni til Sauðárkróks. Nú gerð-
ust veður válynd og fréttist að ís væri kominn á Eyjafjörð; ótt-
uðust menn, að sendingin bærist of seint, jafnvel aldrei. Þá
kvað ritari sýslunefndar, Stefán Vagnsson frá Hjaltastöðum:
Þornar á þessum morgni
þurr kverk á drengjum merkum.
Urigur er og stúrinn
Eiður, en hinir reiðir.
Kyndir til málamynda
Magnús að engu gagni.
Öld ber sig illa af kulda.
Aftur oss svíkur Skafti.
54