Skagfirðingabók - 01.01.1994, Side 58
SKAGFIRÐINGABÓK
Nauðasjaldan féllu ferðir niður hjá Skafta. Stundum hafði
hann lengri útivist en til var stofnað: „Eitt sinn fór ég til dæm-
is frá Sauðárkróki á fimmtudegi", segir Skafti, „og náði ekki til
Siglufjarðar fyrr en rétt í matinn á sunnudegi.”
Eiríkur Eiríksson prentari segir svo í viðtali við Skafta:
„Hann var að koma frá Sauðárkróki. Þaðan hélt hann vanalega
klukkan 5—7 að morgni. En rétt hjá Málmey bilaði vél bátsins.
„Auðvitað hefðum við ... notað seglin" segir Skafti, „... ef það
hefði verið hægt, en það vantaði vindinn. Við lágum því við
allan daginn, komumst ekkert, okkur bar bara vestur og fram.
Við reyndum að koma vélinni í lag. Undir kvöld fór heldur að
kuia innan og ofan af og þá settum við upp segl. I myrkrinu
þarna um kvöldið höfðum við komið auga á ljós á skipi, sem
við töldum víst, að væri togari að veiðum. Við reyndum að
sigla að þessu skipi, gáfum honum vísbendingu með því að
skjóta upp blysi, að við værum hjálparþurfi. ... En hann sigldi
bara burt frá okkur. En það er víst, að hann var þarna í land-
helgi. ... Vindur datt niður, og okkur bar vestur undir Skaga.
Svona lágum við í tvo sólarhringa. ... Okkur tókst þó í milli-
tíðinni að brasa saman bolta þá, sem bilað höfðu í vélinni. Viss-
um, að þeir mundu láta sig eftir örstutta keyrslu. Þess vegna
vildi ég ekki láta reyna á þá, fyrr en ég kæmi nógu nærri land-
inu. Eg ætlaði mér að nota vélina þessa stuttu keyrslu til þess
að komast upp undir, nógu nærri Siglufirði. Seinna frétti ég, að
búið hefði verið að senda bát í leit að okkur upp á Skagafjörð.
En hann fann okkur ekki. Við vorum talstöðvarlausir á þessum
árum.“
Þeir voru þrfr á bátnum, allir þaulvanir, og kunnu vel með
segl að fara. Menn héldu helzt, að báturinn hefði farizt á Málm-
eyjargrunni. „En okkur leið vel þennan tíma,“ sagði Skafti. „Mér
fannst þetta ekkert tiltökumál, það fór bara þessi tími í þetta.
... En á þriðja sólarhringnum fór hann að koma ofan af Skaga-
firðinum og þá vildi ég náttúrlega sigla heim að Siglufirði,
vildi ekki láta reyna á vélina nema til þeirra nota, sem ég gat
56