Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 59
AFSKAFTA FRÁ NÖF
um áðan. En vindurinn var þó svo ógnarlega lítill, að við vor-
um allan daginn að sigla þarna innan og vestan að ... undan
Skaganum, við vorum austur af Ketu á tímabili, okkur hafði
borið svona. ... En þegar við á heimleiðinni erum komnir upp á
fertugt fram af Engidal, sjáum við, hvar á móti okkur koma
fjórir bátar, auðsjáanlega í leit, því þeir höfðu svo langt á milli
sín. Pétur bróðir minn var á einum þessara báta, en það var Jón
skipstjóri Guðjónsson, sem dró mig á sínum báti inn til Siglu-
fjarðar."
Þótt bátar Skafta væru ekki ætlaðir til fólksflutninga, gegndu
þeir þar veigamiklu hlutverki, svo sem drepið hefur verið á.
Skafti átti stundum í dálitlum brösum við farþegana, væru þeir
ungir að árum, svo sem skólafólk. Ef sjó stærði, skipaði hann
þeim þungur á brún undir þiljur, en er þangað var komið, bauð
hann upp á kaffi og kringlur!
Skafti kvaðst oft hafa flutt fleiri farþega „en í rauninni var af-
sakanlegt". Mjög var honum minnisstætt, er fjöldi fólks tróðst
eitt sinn um borð í bát hans, skömmu áður en hann lagði af
stað frá Hofsósi til Siglufjarðar. Veður var að vísu einsýnt. Skip-
stjóri þurfti að bíða eftir fólki, sem hann hafði lofað að taka.
Hann brá sér á meðan til kirkju að Hofi á Höfðaströnd, en
þetta var á sunnudegi, sumir segja reyndar á hvítasunnunni. Þeg-
ar hann kom aftur, þótti honum þröngt setið þilfarið, en hann
hafði lofað að taka fólk í Höfðakróki og Haganesvík. Hann
taldi sig ekki geta svikið það né heldur rekið einhverja frá
borði í Hofsósi, „flest voru þetta karlmenn á bezta aldri, fyrir-
vinnur margra heimila í Hofshreppi". Þeim bráðlá á að komast
í vinnu út frá, en hún var í veði, færu þeir ekki með bátnum.
Farþegarnir urðu hátt í fimmtíu manns. Löngu seinna kvaðst
Skafti alltaf kenna uggs, er honum kom þessi ferð í hug.
Þegar siglt var fyrir Dali, gerði stinningsvind af norðaustri.
Skafti skipaði þá öllu því fólki, sem ofan þilja var, að leggjast á
dekkið og hreyfa sig ekki, á hverju sem gengi, kom svo með
gríðarmikla yfirbreiðslu og breiddi yfir það, svo að það vöknaði
57