Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 60
SKAGFIRÐINGABÓK
ekki, og taldi þá bátnum óhætt vegna yfirhleðslu, þó að versn-
aði í sjó. Allt fór vel. Skafti lét sér þetta að kenningu verða,
hafði góða gát á því, að of margt fólk træðist ekki um borð. Ef
veðurhorfur voru tvísýnar, þverneitaði hann að taka farþega,
„og líkaði þá sumum stórilla".
Hér verður að geta slysfarar, sem mjög fékk á Skafta. Það var
um mánaðamótin janúar-febrúar 1939, að bátur sá, sem hann
hafði þá til mjólkurflutninga til Siglufjarðar, Stathavet, var tek-
inn í slipp á Siglufirði. Það átti að setja í hann nýja vél og lag-
færa um leið nokkur bönd í byrðingnum. Meðan á viðgerð
stóð, leigði Skafti bát, sem Aage Schiöth lyfsali á Siglufirði
átti. Nú vildi svo til, að hann bilaði. Mjólkursamlag Skagfirð-
inga eða Kaupfélag Skagfirðinga fékk þá nýjan bát, er Þengill
hét og gerður var út frá Siglufirði, til að sækja mjólk til Sauð-
árkróks. Skipstjórinn, Karl Þórðarson frá Akureyri, hafði þaul-
vanan mannskap, sem þó var ekki ýkja kunnugur á Skagafirði.
Einn af mönnum Skafta var frá Sauðárkróki, (Asgrímur) Eðvald
Magnússon, tvítugur að aldri. Karl vildi fá hann með, svona til
halds og trausts, og piltinn fysti fararinnar, hugði gott til að
sjá foreldra sína. Þegar hann nefndi við Skafta að fá sig lausan,
maldaði hann í móinn, kvað óþarft af Karli að fá lánaðan
mann, þar sem um þaulvana sjómenn væri að ræða. Skafta kom
þó ekki hætta í hug, en taldi sig varla mega missa piltinn frá
öðrum störfum, lét þó kyrrt, er málið var sótt fast, enda mun
honum hafa verið ljós heimhugur Eðvalds. Þengill renndi upp
að bryggju Skafta og Eðvald stökk um borð. Þetta var 7. febr-
úar 1939-
Þegar Skafti horfði á eftir bátnum út fjörðinn, setti að hon-
um óskiljanlegan ótta, sem honum tókst ekki að hrista af sér.
Þegar hann taldi, að Þengill ætti að vera kominn til Hofsóss,
hringdi hann þangað, þótt símatími væri úti. Honum var sagt,
að báturinn væri farinn til Sauðárkróks og allt hefði virzt í
góðu lagi. Beygurinn hverfur ekki að heldur. Um kvöldverðar-
58