Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 62
SKAGFIRÐINGABÓK
og var á heimleið. Aftur var komið við í Hofsósi til að taka far-
þega. Þá var orðið svo áliðið, að sumir höfðu jafnvel tekið á sig
náðir, svo var a.m.k. um Tómas Jónasson, kaupfélagsstjóra þar.
Er honum bárust boð um að koma án tafar, ætlaði hann sér
með til Siglufjarðar, klæddist hann af skyndingu og fór um
borð. Þá voru áhöfn og farþegar níu manns alls. Einn væntan-
legur farþegi missti af bátnum: „Þegar þetta gerðist, var ný-
jarðaður Jón Árnason frá Kambi, og hafði einn sonur hans,
Páll, komið frá Siglufirði til að vera við jarðarförina. Hann var
á Kambi. Um kvöldið, er hann er lagður af stað og kominn
skammt frá bænum, heyrist [honum] vera kallað á sig með
nafni. Hann snýr þegar við og hleypur heim aftur, ef vera
kynni, að einhver vildi tala við hann, en þetta reyndist mis-
heyrn."
Páll hraðar nú för til Hofóss og fram á bryggju, en þá er
Þengill nýlagður frá. Kallar hann til skipverja og biður taka sig.
Þá var orðið illt í sjó og kom ekki til mála að reyna að leggja
að aftur. Páll varð því strandaglópur.
Um nóttina gerði norðaustan stórhríð, og hefur ekkert spurzt
til Þengils síðan. Talið er, að báturinn hafi farizt undan Dala-
vogum eða þar í grennd. Hinn 9. febrúar fannst fyrsta rekaldið
úr bátnum, og 15. sama mánaðar rak lík Eðvalds Magnússonar
að Ulfsdölum.
Þetta slys varð Skafta Stefánssyni þungbær raun, þótt hann
kæmi ekki nærri þessu mjólkurflutningsmáli að öðru leyti en
að vera heldur andvígur því, að Eðvald færi þessa ferð. Mælt er,
að Skafti hafi að hluta eða öllu staðið fyrir útför piltsins, sem
fór fram á Sauðárkróki.
Ekki er fullljóst, hvert var tilefni eftirfarandi vottorða, sem
eru staðfesting á því, að Skafti reyndi ekki að byrgja í barmi
sér þann váboða, sem að honum setti:
Herra Skafti Stefánsson, Siglufirði, hefir síðastliðin 5 ár
flutt mjólk til Siglufjarðar frá Mjólkursamlaginu á Sauð-
60