Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 63
AF SKAFTA FRÁ NÖF
árkróki. Hefir hann jafnan sýnt mikinn dugnað sem sjó-
maður og unnið starfið af mikilli samviskusemi, sem og
ætíð hefir verið mjög vel leyst af hendi af hans hálfu. —
Að gefnu tilefni vil ég taka það fram að þegar m.b.
Þengill fórst þann 7. 2. 1939 á leið héðan til Siglufjarðar,
átti Skafti Stefánsson símtal við undirritaðan nokkru áð-
ur en báturinn lagði af stað héðan og bað hann skila til
skipstjórans að hlusta á veðurfréttir og sömuleiðis að
taka ekki farþega í bátinn vegna þess að veðurútlit væri
ekki gott. Þótt Skafta kæmi ekki þessi bátsferð við bein-
línis, þá sýnir þetta árvekni hans og umhyggju í sjó-
mannsstarfi hans og jafnframt glöggskyggni hans og var-
færni, því að ef varnaðarorðum hans hefði verið meiri
gaumur gefinn, hefði það forðað frá hörmulegu slysi.
Sauðárkróki 14. 9- 1940
pr. Mjólkursamlag Skagfirðinga,
Skafti Óskarsson
(sign.)
Sigurður Þórðarson kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki gaf Skafta
fyrrgreindan dag eftirfarandi vitnisburð:
Skafti Stefánsson skipstjóri á Siglufirði hefir annast um
flóabátsferðirnar um Skagafjörð, milli Sauðárkróks og
Siglufjarðar, síðan árið 1935. Hefir hann í þessu starfi
sýnt frábæran dugnað og samviskusemi, enda hefir hon-
um blessast það svo vel að aldrei hefir neitt tjón hvað þá
slys af hlotist, hvorki á fólki eða flutningi, er þetta þó
hættuleg leið í illviðrum. Aætlunarferðir sínar hefir Skafti
rækt svo vel að mjög sjaldan, öll þessi ár, hefir hann fellt
að fara ferðir sfnar, enda er Skafti þekktur sem einn af
allra bestu og öruggustu sjómönnum á þessu landi, gaet-
inn, traustur og athugull. Hann er mjög umhyggjusam-
61