Skagfirðingabók - 01.01.1994, Síða 64
SKAGFIRÐINGABÓK
ur um skipverja, farþega og farm, munu allir bera hon-
um það vitni, sem til þekkja...
Hinn 18. september 1940 ritar Jón Björnsson hótelstjóri á
Hótel Tindastóli á Sauðárkróki eftirfarandi vottorð:
Að gefnu tilefni skal eftirfarandi tekið fram: Skipstjór-
inn á mótorbátnum „Þengli" hafði hér skamma viðdvöl
á hótelinu kveldið, sem hann kom hér. Gestir hótelsins,
sem fóru héðan með ofangreindum vélbát, lögðu mjög
fast að skipstjóranum um að taka sig með, en sem hann
aldrei lofaði hér inni, sökum þess að Skafti Stefánsson
skipstjóri hefði aðvarað sig um að taka farþega. — Þetta
samtal gestanna og skipstjóra fór fram í áheyrn minni og
konu minnar...
Mörgum kom í hug hið fornkveðna: Ekki verður feigum
forðað né ófeigum í hel komið.
XII. Batar Skafta frá Nöf
Áður hefur verið minnzt á vélbáta í eigu Skafta frá Nöf. Úlfur
Uggason mun hafa verið fyrsti vélbáturinn, sem hann eignað-
ist, og er fyrr að því vikið. Hann var smíðaður á Akureyri
1915, eftir því sem í skýrslum segir. Úlf átti hann með vissu
fram yfir 1920. Annars er saga þess báts óljós. Líkur benda til,
að Úlfur hafi með einhverjum hætti verið kominn úr eigu
Skafta um 1925. Það ár, sem Skafti kallaði síðar óhappaárið
einhverra ástæðna vegna, ber Úlfur Uggason, skv. skipaskrá,
einkennisstafina EA 335. Árið eftir (1926) á Helgi Hafliðason
á Siglufirði bátinn. Skafti kaupir Úlf Uggason, sem þá ber ein-
kennisstafina SI 34, 4. nóvember 1930 af Helga Hafliðasyni.
Skafti á síðan Úlf, unz hann selur hann 26. júlí 1941. Kaup-
endur voru Sveinn, Sölvi og Kristján Sölvasynir á Sauðárkróki.
62