Skagfirðingabók - 01.01.1994, Side 66
SKAGFIRÐINGABÓK
reknetum á Mjölni og ef til vill farið á snurpu með öðrum bát
eða bátum. - Hinn 6. desember 1943 kaupir Skafti frá Nöf bát-
inn og átti hann, unz hann var endanlega tekinn af skrá og tal-
inn ónýtur, hinn 31. desember 1965. Fleiri báta átti Skafti stutt-
an tíma og flesta eða alla litla, og er ekki ástæða til að rekja
sögu þeirra, enda óljós. Skafti taldi sig hafa verið óheppinn
með báta sína og oft orðið fyrir þungum búsifjum, er þeim
barst á.
XIII. Síldarsaltandinn Skafti frd Nöf
Áður er á það minnzt, að Skafti frá Nöf hafði mannaforráð alla
starfsævina. Atvinnurekstur hans þótti sérstæður um margt og
mjög á annan veg en síldarsaltanda hæfði. Þeir litu á sig sem
„talsvert þýðingarmikla menn og höfðu heldur horn í síðu
hans“. Hann braut flestar umgengnisvenjur þeirra, spókaði sig
ekki á síldarplani með „hvítt um hálsinn". Hann gekk jafnan f
í bláum smekkbuxum með spæla yfir axlir, í dökkri eða dökk-
blárri millifatapeysu og vinnujakka og í vaðstígvélum. Á vinnu-
stað sást hann ekki öðruvísi klæddur á rúmhelgum dögum.
Sjaldhafnarföt fóru honum illa, að margra mati, og aldrei mun
hann hafa kunnað við sig sparibúinn. Hann hvorki drakk né
reykti, fór vart að veizlum, þótt slíkt þætti við hæfi, og gerði
ekki fagnaðaröl móti síldarútvegsnefnd, nema síður væri.
Hólmar Magnússon trésmiður hefur þetta að selja í sumblið:
„Skafti haggaðist aldrei. Hann var svolítið sérkennilegur, stór og
mikill að vallarsýn, feitlaginn og sléttur, háleitur, og var sem
hann horfði langt fyrir ofan þann, sem hann talaði við, málróm-
urinn afar stillilegur eins og allt fas mannsins sem einkenndist
af innri ró og góðleik."
Bjarni M. Jónsson ritar: „Oft voru úfar milli vinnuveitenda
og verkamanna um kaup og kjör, en ekki vissi ég til að Skafti
ætti nokkru sinni í útistöðum eða átökum við menn sína.“
64