Skagfirðingabók - 01.01.1994, Síða 68
SKAGFIRÐINGABOK
tugt og nýgift. Ungu hjónin unnu hjá Skafta og leigðu hjá hon-
um. Imba fór að skrúbba galla af bónda sínum og hamaðist
mikið. Stúlka ein stanzaði hjá henni og flutti Imba þá ræðu
um, hvílík „þraut væri að eiga þessa karla“; konustaðan væri
aum, nú þyrfti hún að þjóna bónda sínum, en þær ógiftu gætu
hvílt sig og hagað sér að eigin geðþótta. Stallsystirin maldaði í
móinn, taldi giftu konurnar hafa sitthvað til hagræðis fram yfir
þær ógiftu, og varð Imba að lokum að viðurkenna það. Skafti
var áheyrsli, hafði gaman af viðræðunni og prjónaði þegar við
hendinguna, sem hrokkið hafði upp úr Ingibjörgu:
Þraut er að eiga þessa karla
en því er nú bara skrambans ver,
að ég hef þennan gamla galla
að geta ei fullnægt sjálfri mér.
Ingibjörg hafði gaman af vísunni, og kvað hún Skafta hafa ort
fleiri vísur um sig. Þær munu nú gleymdar.”
Stefán prófessor, sonur Skafta, minnist þess úr síldinni á Siglu-
fírði, að vélstjóri var hjá föður hans, er Guðmundur hét: „Gerði
hann hosur sínar grænar fyrir ráðskonunni, sem hét Aðalheið-
ur. Karl faðir minn tók eftir því, að koddaver Aðalheiðar gerð-
ist títt dökkt á lit, enda mun vélstjórinn sjaldnar hafa þvegið
sér um höfuðið en gerist nú á tímum. Þótti einsýnt, hvaðan
þessi litbrigði stöfuðu, og varð þá til þessi vísa:
Aðalheiður iðkar gaman
oft í næturhúminu.
Hún og Gvendur sofa saman,
sælu njóta í rúminu.
Annar vélstjóri, sem hét Egill, var lengi starfandi hjá föður
mínum. Eins og gefur að skilja, þar sem margt ungt fólk er af
báðum kynjum, eins og í verstöðvunum í gamla daga ... kvikn-
66