Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 69
AF SKAFTA FRÁ NÖF
aði ástarneisti milli margra ungmenna, sem síðar leiddi til
hjónabands, oftast hamingjusams eins og í þessu tilfelli. Beit-
ingarstúlka, sem Anna hét, renndi hýru auga til Egils þessa, og
úr varð hið elskulegasta hjónaband, sem entist meðan bæði
lifðu. Tilhugalíf þeirra þarna í verstöðinni varð kveikja að þess-
ari vísu pabba:
Flýg ég hratt í faðminn þinn
með fjölda bjartra vona.
Elsku hjartans Egill minn,
ástin snart mig svona.”
Eins og hér er vikið að, hressti Skafti oft upp á verstöðvarlíf-
ið með því að kasta fram glettnum vísum, og er skaði, að þau
gamanmál skuli að mestu gleymd. En vísnagerðin lýsir Skafta
nokkuð. Ungur að árum var hann yrkjandi og syngjandi. Elztu
vísu, sem greinarhöfundi er kunn eftir Skafta, orti hann milli
tektar og tvítugs. Hann þurfti að fá skorna rúðu í glugga á Nöf-
inni og vatt sér inn í búð Olafs Jenssonar á Hofsósi. Þar var
búðarmaður Árni Jóhannsson, síðar fulltrúi bæjarfógetans á
Siglufirði, en átti reyndar líka um sinn heima á Sauðárkróki.
Árni kvaðst ekki skera rúðuna nema Skafti launaði með vísu og
gæti tilefnis. Þá varð þessi staka til:
Skýr og prúður, skemmtinn er,
sker vel rúður, glaður.
Auðs hjá þrúðum unir sér
Árni búðarmaður.
Ferskeytlan hefur orðið mörgum til hugarhægðar.
Skafti skar sig ekki úr fjöldanum á söltunarstöðinni Nöf,
eins og áður er vikið að. Hann var á eilífum erli. „Bezt man ég
hann, þar sem hann var á rölti um planið og tók til hendi hér
67