Skagfirðingabók - 01.01.1994, Side 70
SKAGFIRÐINGABÓK
og þar, eitthvað að lagfæra eða snyrta og hreinsa." Hann var
jafnan léttur á bárunni, brá vart út af, þótt síldin léti ekki sjá
sig, svo að dögum skipti. „Ekki veit ég til þess að Skafti hafi
nokkurntíma skipt skapi svo að aðrir tækju eftir,“ segir Bene-
dikt Sigurðsson kennari í bréfi til höfundar.
Síldarsaltendur kostuðu kapps um að hafa ekki fleiri í vinnu
en brýnustu nauðsyn bar til, allir nema Skafti frá Nöf. Hann
var ánægðastur, þegar hann var rígmenntur eða gott betur. Bene-
dikt Sigurðsson: „Ef einhver síld var tók hann gjarnan miklu
fleiri í vinnu en allir aðrir. Einu sinni í síldarhrotu töldum við
tveir um 120 manns, karla og konur á planinu hjá honum og
stóðu allir verklausir. Aðrir saltendur hrósuðu gjarnan happi þeg-
ar þeim tókst að salta mikið með litlum tilkostnaði í manna-
haldi. Skafti aftur á móti lét ekkert tækifæri ónotað til að lýsa
yflr ánægju sinni yfir því að hafa haft margt fólk í vinnu. Samt
komst hann af líkt og aðrir. Eiginlega fannst manni stundum
að Skafti gengi á snið við öll venjuleg hyggindi. — Skafti prett-
aði ekki nokkurn mann, en ég hygg líka að hann hafi aldrei
látið ganga á sig, enda var hann sauðþrár ef því var að skipta
og skotheldur fyrir öllum rökum sem gengu á móti sannfær-
ingu hans.“
Eiríkur Eiríksson prentari, sem um sinn vann á plani hjá
Skafta eins og Benedikt, hefur svipaða sögu að segja: „Aldrei sá
ég hann ánægðari á svip en þegar hann gat haft margt fólk í
vinnu á söltunarstöð sinni. Meinfýsnar tungur sögðu, að þar
væri stundum svo margt fólk að þar þvældist hver fyrir öðrum.
Honum var það fyrir mestu að geta veitt fólkinu hóflega
vinnu. Alla tíð var það skoðun hans að atvinnurekstur ætti að
vera fyrir fólkið. Með þetta í huga stjórnaði hann sínum fyrir-
tækjum, og þessa skoðun lét hann margoft í ljós, þar sem hann
hafði umfjöllunarrétt, eins og t.d. á aðalfúndum hins sálaða Kaup-
félags Siglfirðinga, þegar rætt var um söltunarstöð þess á vel-
gengnisárunum." Ymsar sagnir eru um, að Skafti hafi reynzt
stjórnendum stofnana, þar sem hann átti tillögurétt, erfiður
68