Skagfirðingabók - 01.01.1994, Side 72
SKAGFIRÐINGABÓK
sjúklingur", segir Silla. „En það vildi enginn taka mig nema
Skafti. Hann sagði: „Þú mátt koma og fara, eins og þú vilt“. —
Þá var byrjuð trygging. Eg sagði, að ég ætlaði ekki að ráða mig
á tryggingu; vissi ekki, hvað ég gæti,“ heldur Silla frá Steina-
flötum áfram. „Eg set þig á tryggingu eins og hinar stúlkurn-
ar,“ anzaði Skafti. — Eg hef aldrei haft yndislegri mann yfir mér
en hann; var hjá honum sautján sumur eftir þetta, alveg sjálf-
ráð.“
Skafti vildi halda hlut sínum, lét engan vaða yfir sig. Til
marks um það mega vera skipti hans og Hafliða bankastjóra,
eins og Siglfirðingar nefndu útibússtjóra Utvegsbankans. Hjá
þeim banka hafði Skafti haft öll sín viðskipti. Þar hafði hann
hlaupareikning, og gaf aldrei út innistæðulausa ávísun. Þegar
hann var kominn út í síldarsöltunina með Guðfinni Einarssyni,
héldu þeir félagar áfram viðskiptum við Utvegsbankann. Þá
var það eitt sinn, er Skafti undirbjó söltunina, að hann vantaði
óverulega fjárhæð til að greiða vinnulaun, sem hann hafði lofað
á ákveðnum degi, en ekkert var inni á hlaupareikningnum.
Skafti gekk á fund bankastjóra og bað um yfirdrátt, taldi víst,
að það gengi greiðlega. Svo vildi til, að óvenju illa stóð í bólið
bankastjóra þessa stundina, og fékk Skafti þvert nei.
Þar eð Skafti var ekki vanur að ganga á bak orða sinna,
hringdi hann þegar í Guðfinn Einarsson í Bolungarvík og bað
hann símsenda fjárhæðina, svo að hann gæti staðið við orð sín.
Gerði Guðfinnur það að bragði. Því næst skundaði Skafti á fund
sparisjóðsstjórans við Sparisjóð Siglufjarðar og samdi við hann
um viðskipti til frambúðar. Þaðan lá leið Skafta aftur í Utvegs-
bankann, gerði hann þar upp allar sínar sakir - og kvaddi. Eft-
ir þetta átti Skafti öll viðskipti sín og fyrirtækis síns við spari-
sjóðinn. Eitthvað kvisaðist um það, að Hafliði hefði fengið lítið
þakklæti fyrir frammistöðuna hjá yfirmönnum sínum.
Eftirhreytur þessara viðskipta urðu á næsta sumri. Þá kom
fyrsta síldin til söltunar á planið hjá Skafta, og eins og venja
var, flykktist fólk niður á plan til að sjá síldina og fagna komu
70