Skagfirðingabók - 01.01.1994, Síða 73
AF SKAFTA FRA NOF
hennar. Þangað kom einnig Hafliði bankastjóri. Einhver gaf
sig á tal við hann, og ræddu þeir um, að ekki hefði enn verið
leyfð söltun, og væri óráðlegt og óleyfilegt að salta síldina. Haf-
liði var inntur eftir, hvort bankinn lánaði út á síld, sem söltuð
væri í óleyfi eða áður en formlegt leyfi fengist. Skafti mun hafa
haft næmari heyrn en þeir áttu von á. Hann vatt sér að Hafliða
og sagði með nokkrum þunga: „Heyrðu, drengur minn! Ég veit
ekki til, að þú eigir neitt hjá mér.“ Hafliði skildi sneiðina,
snerist á hæli og hvarf burt.
Þess má að lokum geta, að Skafti seldi síldina á hæsta verði
til Svíþjóðar, því að ekki náðist að salta upp í gerða samninga.
Þótt söltunarstöðin Nöf greiddi hlutfallslega meira í vinnu-
laun en aðrar söltunarstöðvar á Siglufirði, varð afkoman ekki
lakari. Astæðan er fyrst og fremst sú, að stöðin fékk yfirleitt
meiri síld til vinnslu en aðrar stöðvar þar. Samkvæmt skýrslum
Síldarútvegsnefndar reyndist Nöf eftir 1950 oftast hæsta eða
næsthæsta söltunarstöðin á Siglufirði.
A sjötta áratugnum fór síldin að færa sig austar og fjarlægð-
ist Siglufjörð æ meir. Leitazt var við að leggja upp sem næst
veiðisvæði, sem von var til, t.a.m. á Raufarhöfn eða á Aust-
fjörðum. Af þessum sökum varð oft knappt um sfld til söltunar
á Siglufirði. Hjá Skafta gegndi hins vegar oft öðru máli. Bátar,
sem lögðu upp hjá honum, sigldu langan veg til þess. Hvort
tveggja var, að Nöf greiddi áhöfnum síldarbátanna uppbót í
lok vertíðar, sem var mjög sjaldgæft þá, og svo hitt, að Skafti
batt vináttu við áhafnirnar og hana mátu þeir í verki. Hann sá
aldrei í kostnað eða fyrirhöfn, sem oft var samfara þeirri vináttu-
rækt.
Hálfdán Einarsson skipstjóri í Bolungarvík landaði í nítján
sumur hjá Skafta, 1947—1965. Hann segir aðspurður: „Það var
nú lítið stundum, frá 500 tunnum, en mest 6.400 tn yfir sum-
arið. Alls lönduðum við á þessu tímabili 43.000 tn, uppmæld-
um. Ég kynntist Skafta mest í sambandi við móttöku aflans og
alla fyrirgreiðslu þar að lútandi. Það var mjög gott að landa hjá
71