Skagfirðingabók - 01.01.1994, Síða 76
SKAGFIRÐINGABÓK
XIV. Enn af atvinnurekstri
Skafti frá Nöf var fastheldinn á fornar venjur í persónulegum
sökum; annars framsýnn baráttumaður fyrir nýjungum, eink-
um á útgerðarsviði.
Björn í Bæ, sem segir Skafta jafnan hafa verið efst í hug „rík
viðleitni að gera öðrum greiða", ritar svo:
„Skafta á Nöf má telja fyrstan brautryðjanda að verulegri út-
gerð á Hofsósi, fyrst á árabáti, en síðar á mótorbáti, hann er
fyrstur maður, sem leggur til að hafnarmannvirki verði reist
suður af Nöfinni við Hofsós, sem þá var þó talið af sumum
reglulegir loftkastalar, en 1935, þegar verulegur skriður komst
á umræður og framkvæmdir hafnarmála á Hofsósi, þá bauð
Skafti hreppsnefnd Hofshrepps Nöfina og smáspildu út með
sjónum til kaups.“ Nafarland seldi Skafti ásamt húsum á kr.
7000. Upp úr því hófust framkvæmdir, sem honum höfðu
lengi verið hugstæðar. Síðar var hans minnzt með því að nefna
útgerðarfélag á Hofsósi Nöf og skuttogara þess Skafta.
Er Björn nefnir brautryðjandastarf Skafta í útgerð á Hofsósi,
mun hann eiga við vetrarróðra hans. Skafti stundaði sjóinn árið
um kring, en það var óþekkt áður. Guðrún frá Kornsá tekur í
sama streng og Björn. Engum datt í hug að stunda vetrarróðra
á Siglufirði: „Frá októberbyrjun og fram að vorvertíð var aldrei
unnt að fá nýjan fisk í soðið, nema ef til vill ufsa, - og svo rauð-
maga og kola, þegar þeir fóru að veiðast í net undir vorið ...“
Skafti reri jafnt vetur og sumar. Brátt fóru aðrir að leika þetta
eftir.
Skafti frá Nöf stundaði útgerð — sjósókn og síldarsöltun á
Siglufirði í hálfa öld. Framan af valt á ýmsu. Hann varð stund-
um fyrir þungum búsifjum eins og aðrir „spekúlantar". Hann
lenti t.a.m. í kröggum árið 1925, en komst aftur á kjöl. Arið
1934, svo dæmi sé tekið, reyndist honum og erfitt. Þá hefur
honum líklega verið í hug að rifa seglin, enda hafði verið teflt á
74