Skagfirðingabók - 01.01.1994, Side 81
AF SKAFTA FRÁ NÖF
eiga fátt sameiginlegt. Akureyri hefur lengi verið vinhlýr bær.
Ber margt til þess, svo sem óvenjumikil garð- og trjárækt þeg-
ar á 19- öld og eftir aldamótin, bæði hjá einstaklingum og sam-
tökum: Lystigarður Akureyrar og Gróðrarstöðin. Akureyri og
grannsveitir eru vagga trjáræktar á Norðurlandi. Búðargilið á
Akureyri með öllu sínu litskrúði, svo og lognkyrr Pollurinn,
átti lítið sameiginlegt með berangurslegri Nöfinni og svarr-
andi brimi, sem brotnar við Hofsósbjörg.
Þótt bernskustöðvar Skafta og Helgu séu næsta ólíkar, var
þó aðstöðumunur þeirra í æsku enn meiri. Foreldrar Helgu
höfðu nóg fyrir sig að leggja. Foreldrar Skafta áttu tíðum ekki
mat í munn sér. Helga ólst upp á vistlegu heimili, foreldrar
Skafta bjuggu lengstum í húsnæði, sem vart taldist til manna-
bústaða. Skafti kynntist þrotlausu striti frá blautu barnsbeini,
en Helga vandist hóflegri vinnu. Bæði áttu óskilið mál að því
leyti, að þau voru bókhneigð. Stutt var að fara fyrir Helgu á
Bókasafn Norðuramtsins. Þar var úr miklu að moða. Skafti
mátti láta sér lynda að lifa á bókasnöpum; tilviljun réð lestri
hans. Hann þrautlas Islendingasögur og rímur. Egill og Njáll
voru Skafta menn. Helga var umfram allt 1 jóðelsk, en lagði sig
ekki eftir fornbókmenntum. Ljóðskáld 19- aldar áttu hug henn-
ar í æsku.
Helga Jónsdóttir komst ung að árum í kynni við ýmiss kon-
ar listsköpun: sönglist, leiklist, ritlist. Eitt af höfuðskáldum
þjóðarinnar átti heima spölkorn norðan Gilsins. Séra Matthías
var alls staðar heimagangur. Hann efldi áhuga barna á ljóðlist.
Leiklist stóð í blóma á Akureyri á uppvaxtarárum Helgu, svo
og söng- og tónmennt. Ekkert af þessu hafði fest rætur á Hofs-
ósi, að heitið gæti. Helga tók síðar líka ástfóstri við ungu ljóð-
skáldin, sem voru að brjóta sér braut á öndverðri öldinni með
jafnaldra hennar, Davíð Stefánsson, í fylkingarbrjósti. Með tím-
anum varð hún sjór af margs konar fróðleik. Það lætur að lík-
um, að það hafi orðið Helgu mikil viðbrigði, er hún fluttist á
Nöflna. Trúlega hefur hún þá vænzt þess að eiga síðar kost
79
L