Skagfirðingabók - 01.01.1994, Qupperneq 82
SKAGFIRÐINGABÓK
betra húsnæðis. Jón sýslumaður, sonur þeirra hjóna, lýsir í bréfi
til höfundar, hýbýlunum, sem móðir hans bjó í mestan hluta
ævinnar: „Hún býr í stóru þriggja hæða timburhúsi, sem stað-
sett var á sjálfri bryggjunni. A mestu annatímum síldaráranna,
þegar oft var unnið dag og nótt í síldinni, voru hundruð
manna vinnandi með tilheyrandi hávaða og látum rétt undir
svefnherbergisgluggunum. Tugir sjómanna og landverkafólks
hlupu upp og niður stiga hússins með tilheyrandi hávaða og
síminn gekk látlaust á nóttu sem degi. Oft var ætlazt til þess
af mömmu, að hún veitti mat og kaffi til gesta, sem hún
þekkti engin deili á, en sem áttu í viðskiptum við pabba. Ofan
á allt þetta þá hamaðist mamma í síldarverkun á nóttum — en
við sváfum, ef hægt var vegna hávaða — til þess að vinna sér inn
aukaskilding, sem hún notaði alltaf til þess að gleðja okkur."
Það hefur verið ömurlegt hlutskipti fyrir unga, listelska konu
að búa við þessa heimilishætti. Þó mun trúlega annað hafa
valdið henni meiri vonbrigðum og sárindum. Silla frá Steina-
flötum kemst svo að orði: „Ég var í eldhúsinu hjá þeim hjón-
um 1930, og skúraði auk þess fyrir Helgu sumar eftir sumar.
Hún var yndisleg kona, en lét tengdamóður sína komast upp
með að ráða öllu á heimilinu. Þar varð allt að vera í sömu
skorðum eftir giftingu Skafta. Mér fannst Helga oft vera sett
til hliðar. Hún var glaðlynd ung stúlka, en gat ekki kallazt
það, eftir að hún kom í Nöf. Dýrleif var vænsta manneskja, létt
í lund, en svona óskaplega ráðrík. Hún geymdi alltaf búrlykl-
anna.
Stefán og Dýrleif bjuggu brekku megin í húsinu. Dýrleif
matreiddi ofan í mannskapinn, heimafólk og hjú. Það var sam-
eiginlegt borðhald. Helga sótti þó oftast mat og fór með inn
til barnanna.
Helga lá mikið í bókum. Hún söng ágætlega, þó aldrei við
verk sín. Mér fannst Dýrleif vilja gera lítið úr henni. Ég veit
ekki, hvað kom til, eins og Helga var hlý og góð við alla, sem
umgengust hana, og talin bráðvel gefin. Kannski hefur hún
80