Skagfirðingabók - 01.01.1994, Síða 85
AF SKAFTA FRÁ NÖF
Naut höfundur hjálpsemi hans ásamt fjölda annarra nemenda,
er hann var í skóla á Akureyri. Gunnlaugur Tryggvi taldi sjálf-
sagt að hlaupa undir bagga og lána, þegar harðnaði á dalnum.
Sigurður skólameistari Guðmundsson minntist fagurlega áhuga
Gunnlaugs Tryggva á skólamálum, veglyndis hans og dreng-
skapar, í minningargrein, var þó ekki vinátta með þeim: „...
fóstrum örbirgðar og skóla ljeði Gunnlaugur Tryggvi Jónsson
bækur og ritföng. Og hann ljeði meira. Hann ljeði þeim pen-
inga í kreppu þeirra og kví. Hann var banki nemenda, sem
ljeði þeim vaxtalaust. ... Hann hjálpaði ekki nje ljeði eftir
manngreinaráliti nje eftir ráðdeild eða ráðleysi, sparsemi nje
eyðslusemi, sem hyggindamönnum er títt ... hann ljeði verð-
ugum sem óverðugum. ..." Helga hafði mikla ást á bróður sín-
um, og bar yngsti sonur hennar nafn hans. Því er þetta rakið
hér, að mælt er, að margt hafi verið líkt með Helgu og Gunn-
laugi Tryggva.
Þungt er þegjandi böl. Húsfreyjan á Nöf bar ekki harma
sína á torg. Hún sýndi mikinn skapstyrk og kjark, er hún sætt-
ist á að lifa í skugga bónda síns. Allt gerði þetta hjónabandið
óhægara. Þó átti fjölskyldan oftar en hitt góðar stundir saman.
Það var mikið sungið á heimilinu. Allir tóku lagið undir
stjórn húsfreyju. Söngurinn varð sameiningartákn fjölskyldunn-
ar. Börnin voru öll mjög söngvin. Stefán prófessor, sonur þeirra
hjóna, segir í bréfi til höfundar: .Mamma var söngvin mjög og
hafði góða sópranrödd. Hún söng á unga aldri í kór hjá Sigur-
geiri Jónssyni organista á Akureyri, en aldrei að ég hygg í
kirkjukór Siglufjarðar. ... Oft var sungið margraddað heima á
Nöfinni, einkum í sambandi við útvarpsguðsþjónustur, undir
forustu mömmu. Pabbi söng mikið og kvað, en var þó að
minni hyggju ekki lagviss.”
Stefán bætir við: „Foreldrar mínir voru um margt ólíkir til
orðs og æðis. Margt áttu þeir þó sameiginlegt, svo sem mikla
trúarvissu og samúð með lítilmagnanum og öllum þeim sem
minna máttu sín. Mamma var dul og fremur seintekin. Hún
83