Skagfirðingabók - 01.01.1994, Side 93
AF SKAFTA FRÁ NÖF
ust ófáir, og öllum var reynt að koma til nokkurs þroska. Það
kom líka í Ijós við andlát þeirra hjóna, að margir töldu sig eiga
þeim skuld að gjalda. Stefán Skaftason: „Pabbi var ákaflega blíð-
lyndur maður, kátur og skemmtilegur og sjófróður um marga
hluti. Hann var eins og móðir mín ákaflega barngóður og
skein eins og sól í heiði í hvert skipti sem barnabörn hans
komu í heimsókn."
Lífsþreytan sagði til sín síðustu ár Skafta frá Nöf, þótt hann
bæri ellina vel. Hinn 27. júlí 1979 var hann allur. Með honum
hvarf af sjónarsviði merkilegur persónuleiki fyrir sakir dugn-
aðar og mannkosta.
Helga fluttist eftir lát manns síns í herbergi á Hrafnistu og
átti þar heima, unz yfir lauk. Hún lézt 11. júní 1988, á fjórða
ári yfir nírætt. Það var henni nokkur raun síðustu æviárin að
geta ekki stytt sér stundir við lestur. Hins vegar hlotnaðist
henni ástúð barna sinna, maka þeirra og síðast en ekki sízt níu
barnabarna og tíu barnabarnabarna. Það var mikil blessun konu,
sem um var sagt: „I Helgu eignuðust margir aðra móður.“
Aður hefur verið að því vikið, að Skafti reyndist ekki auð-
hyggjumaður, honum var fé jafnan laust í hendi. Hann lét sér
annt um hag verkafólks, taldi sig alltaf einn í hópi þess og
„vann til jafns við það almenn verkamannastörf á stöðinni”.
Skafti seldi og afsalaði lóðaréttindum sínum til hafnarsjóðs
Siglufjarðar 30. desember 1977. Er hann féll frá, var söltunar-
stöðin, þ.e. bryggja og hús, „nánast það eina af jarðneskum efn-
islegum gæðum, sem hann lét eftir sig, og þetta var verðlaust
þá, þar sem síldin var horfin". Börn þeirra hjóna gáfu íþrótta-
hreyfingunni á staðnum húsin með því skilyrði, að þau væru
rifin, vildu ekki horfa upp á, að þau grotnuðu niður sökum
viðhaldsleysis. Iþróttamenn gengu af dugnaði til þessa verks,
og kom efniviðurinn þeim að góðum notum í hús, er þeir reistu
sér. Eftir stóð fátt eða ekkert, sem minnti á söltunarstöðina
Nöf.
91