Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 96
EINKENNILEGUR MAÐUR
eftir HJÖRT KR. BENEDIKTSSON frá Marbœli
f HSk 77 8vo eru tveir stuttir þættir eftir Hjört Kr. Benediktsson frá
Marbæli, ritaðir í desember 1938, eins og stendur í lok handrits. Að þessu
sinni verður birtur hinn fyrri þeirra, Einkennilegur maður, og fjallar um
Kristin Pétursson. Þáttur af honum er í Skagfirzkum ceviskrám 1890-1910 I,
bls. 201-3. Þar segir, að Kristinn hafi fæðzt 28. október 1831 og dáið 19.
júní 1899-
Hjörtur Benediktsson (1883—1982) bjó m.a. á Ytra-Skörðugili, í Grófar-
gili og á Hryggjum, en lengst á Marbæli á Langholti. Hann var lengi safn-
vörður í Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ.
Stafsetning og greinarmerkjasetning í þættinum er með þeim hætti, sem
tíðkast í þessu riti, en ekki er hróflað við orðmyndum. Augljós pennaglöp
eru leiðrétt athugasemdalaust.
Ritstjórn
Alveg sérstæður maður að vissu leyti var Kristinn Pétursson,
er á síðari árum var kenndur við Kjartansstaði í Staðarhreppi.
Foreldrar hans vóru Pétur Arngrímsson og kona hans Björg
Arnadóttir, er bjuggu síðast á Dúki í Sæmundarhlíð. Pétur
andaðist þar 30. nóvember 1839 og kona hans litlu síðar, ég
held á sama ári.
Börn þeirra eru talin við manntal 1833 átta: 1. Ingiríður 18
ára, 2. Árni 16 ára, 3. Ósk 14 ára, 4. María 12 ára, 5. Pétur 8
ára, 6. Hannes 6 ára, 7. Kristinn 5 ára, 8. Jóhann tveggja ára.
Þrjú önnur börn áttu þau, er hétu Jóhannes, Guðrún og Björg.
Tólfta barn Péturs hét Ingibjörg, en hún var eigi dóttir Bjarg-
ar. Börnin fóru í ýmsa staði við fráfall foreldranna.
94