Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 97
EINKENNILEGUR MAÐUR
Kristinn sá, er hér um getur, var fæddur 1830. Sá er línur
þessar ritar, kynntist Kristni vel á síðari árum hans, því hann
átti þá heima á næsta bæ. Kristinn var eigi talinn meira en í
meðallagi greindur eða tæplega það, nokkuð veill á geði, stund-
um fámáll, einkum heima, en oft ofsakátur, er hann var annars
staðar, sem oft bar við. Vandaður var hann og sannorður og
laus við flysjungsskap.
Fram yfir þrítugsaldur var hann eigi að neinu leyti frábrugð-
inn öllum fjöldanum, en þá kom fyrir atvik er breytti að nokkru
leyti eðli hans. Hann veiktist allþungt og lá lengi. Hefi eg
heyrt, að það muni ef til vill hafa verið taugaveiki, er að hon-
um gekk og geðbilun slegizt að. Náði hann sér eigi til fulls
fyrr en eftir heilt ár, svo hann yrði heilbrigður.
Eftir að hann komst til heilsu aftur, dreymdi hann draum,
að maður kæmi til hans, sem hann ekki þekkti, og sagði hon-
um að hann skyldi predika framvegis. Sagði draummaðurinn
honum ýmislegt fleira þessu viðvíkjandi, en bannaði honum
stranglega að segja frá því. Þetta enti Kristinn trúlega til ævi-
loka.
Fáum nóttum eftir þetta byrjaði Kristinn að predika upp úr
svefni, og þeim sið hélt hann upp frá því. Oftar predikaði hann
er hann var gestur, sérstaklega væri hann þreyttur eða hefði
smakkað vín, en sjaldnar heima fyrir. Hann predikaði jafnt á
nóttu sem degi, úti sem inni, og oftast fann hann á sér áður en
hann sofnaði hvort hann myndi predika eða eigi. Hann svaf
mjög fast, og þótti miður ef hann var vakinn, því hann taldi
það sínar sælustu stundir er hann var að predika. Ætíð þegar
Kristinn predikaði mundi hann eftir því er hann vaknaði.
Hann þóttist þá ætíð vera staddur í hinu sama húsi og var það
ólíkt öllum öðrum húsum er hann hafði séð. Ekki gat hann
skýrt frá úr hvaða efni það var byggt. Engir gluggar vóru á því
og engin ljós loguðu þar, en þó var þar glansandi birta. Krist-
inn þóttist vera í ræðustól, er hann predikaði, og stóð allur
söfnuðurinn. Engan af söfnuði þessum hafði hann séð í vöku,
95