Skagfirðingabók - 01.01.1994, Síða 98
SKAGFIRÐINGABÓK
en marga af þeim þekkti hann í svefninum af því að þeir vóru
ætíð við predikanir hans. Oft sá hann líka nýja vera viðstadda
er hann hafði eigi séð áður. Honum virtist söngflokkur, sem
ævinlega var sá sami, syngja og svara sér, og hinn sami maður
vera meðhjálpari við embættisgjörðina.
Allmikið af því, sem hér hefir verið sagt frá á undan, er tek-
ið eftir grein Hermanns sál. Jónassonar, fyrrum skólastjóra, í
Þjóðólfi 1889- Skrifaði hann það upp eftir Kristni sjálfum, er
hann kom „heim til Hóla“ þá um veturinn og var þar tvær
nætur eftir beiðni Hermanns.
Ætlaði Hermann að skrifa upp ræðu eftir Kristni, er hann
flutti í svefni, en það tókst eigi, því hann bar svo hratt fram,
og einnig skildist oft illa það sem hann sagði, einkum í enda
setninga. Tilfærir hann nokkrar setningar úr ræðunni, t.d. þess-
ar: „Hann hefur sett sinn veldisstól föstum takmörkum á himn-
um.“ „Vér skulum umfaðma hann með elskuböndum vorra trú-
arkrafta." „Þótt þetta líf sé skammvinnt, þá er það byrjun til
hins óendanlega."
Eigi er það rétt hjá Hermanni í áðurnefndri grein, að Krist-
inn sál. fremdi öll venjuleg prestsverk í svefni, heldur er hitt
réttara, að oftast nær var það aðeins einföld messugjörð, tón og
ræða, en nokkrum sinnum hélt hann ræðu eins og prestur við
barnafermingu, og sömuleiðis mun það hafa borið við að hann
flutti hjónavígsluræðu. Önnur prestsverk heyrði ég aldrei getið
um að hann framkvæmdi upp úr svefni.
Margra skoðun, sem eigi vóru kunnugir Kristni, en höfðu
heyrt getið um þessar einkennilegu predikanir hans, var að
hann predikaði vakandi. En allir sem sáu hann í því ástandi, er
hann var, er hann flutti ræður, sannfærðust um það, að hann
var fast sofandi, enda var hann eigi meira en í meðallagi greind-
ur, eins og áður er sagt. Eg er þess fullviss, að hann hefði átt
örðugt með að læra utan að ræður þær, er hann flutti, enda
hefði þess orðið vart, ef svo hefði verið. Oft vóru ræður hans
furðu góðar, og taldi Hermann þær oft lýsa gáfum, þekkingu,
96