Skagfirðingabók - 01.01.1994, Síða 100
STEINARNIR TALA
eftir ÁRNA SVEINSSON frá Kálfsstöðum
Frásögn sú, sem hér fer á efrir, er úr sveitarblaðinu Elliða, 3. árg., 1. des.
1933. Þetta blað, sem var handskrifað, kom út í Hólahreppi á árunum
1930—42, og er það nú varðveitt í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. Þar eru
þrír sagnaþættir eftir Árna, og hafa tveir þegar birzt í Skagfirðingabók:
Sagnir af Magnúsi sálarháska, í 13. árg., bls. 195-199, og Sagnir af Guð-
mundi Árnasyni í 17. árg., bls. 194—198. Árni Sveinsson (1892—1965) bóndi
á Kálfsstöðum var mikill áhugamaður um þjóðleg fræði. Hann var kosinn
formaður byggðasafnsnefndar 1941, og vann að söfnun gamalla gripa um
árabil, fyrst á vegum byggðasafnsnefndar, síðar fyrir Glaumbæjarsafn.
Steinarnir sem hér um ræðir, munu hafa farið undir réttina sem byggð var á
Laufskálaholti um 1954, að sögn Árna Árnasonar frá Kálfsstöðum. Þessi þátt-
ur er prentaður orðrétt eftir handriti, en stafsetning er samræmd að hætti
þessa rits.
SPÍ
Sennilega hafa flestir heyrt getið um Sigurð Vigfússon, sem sér-
staklega var frægur fyrir það að hann um sína daga var talinn
sterkastur maður á Islandi og vegna þess kallaður Islandströll.
Hann var um eitt skeið skólameistari hér á Hólum. Þá var það
siður á Hólum að fyrirmenn staðarins fylgdu gestum sínum úr
garði alla leið út á Laufskálaholt, hvorki lengra né skemmra.
Eitt sinn, er Sigurður fylgdi gesti sínum úr garði, þá er sagt
að hann hafi tekið stein, og hafið hann upp á steininn mikla,
sem stendur á holtinu rétt við veginn. Svo var það löngu síðar
að tveir skólapiltar á Hólum, sem báðir voru orðlagðir krafta-
menn og sterkastir Hólamanna þá, fóru út á Laufskálaholt, til
98