Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 101
STEINARNIR TALA
að reyna krafta sína á þessu steintaki Sigurðar. Þeir byrjuðu á
því að velta sreininum niður. En þá vildi svo óheppilega til, að
hann brotnaði í tvennt. Minni hlutanum gátu þeir, hvor um
sig, komið upp á stóra steininn, sem er um það bil að vera mitt-
ishár. En stærri hlutann urðu þeir að láta báðir upp, hvor með
öðrum. Annar þessara skólapilta var Jón Sveinsson, föðurbróðir
Sveins læknis Pálssonar í Vík. Var Jón prestur í Goðdölum alla
sína prestskapartíð, og eins faðir hans og afi. Og, eins og áður
er sagt, var hann orðlagður kraftamaður, eins og margir frænd-
ur hans og afkomendur.
Þessi sögn, sem mun vera sönn, sýnir okkur hve afburða sterk-
ur Sigurður hefur verið. En sjón er sögu ríkari. Ef menn vilja
beygja af veginum á Laufskálaholtinu, ofan að steininum mikla,
þá geta þeir séð, að í kring um hann eru margir smærri steinar,
en þó flestir stórir, og sumir hálfsokknir í jörðu. Einn af þeim
er þó mestur og sýnilegt er, að af honum hefur verið brotið. Sá
steinn talar sínu máli um afl Sigurðar Islandströlls. Og ef menn
vildu nú aftur taka upp hina fornu og skemmtilegu gestaraun
Hólamanna, að lyfta steinunum á Laufskálaholtinu, þá gætu
steinarnir talað um það, hvort Hólamönnum, eða íslendingum
yfirleitt, væri að fara aftur með kraftana.
99