Skagfirðingabók - 01.01.1994, Síða 102
NÝBJÖRG
eftir GÍSLA JÓNSSON fyrrverandi menntaskólakennara
Björg er fornt kvenheiti og var algengara í samsetningum en
eitt sér. Einkvæð kvennanöfn komust ekki í tísku fyrr en á okkar
tímum. I Landnárnu eru aðeins nefndar tvær Bjargir og í Sturl-
ungu ein. Þeim fjölgaði að vísu mjög, þegar fram í sótti, eink-
um norðaustanlands. A 19. öld var Björg eina einkvæða kven-
mannsnafnið, sem kalla mátti algengt. I manntalinu 1845 voru
raunar aðeins fjögur önnur: Hlíf, Osk, Rut(h) og Ögn.
Samsetningar af Björg voru margar og sumar mjög tíðar, svo
sem Ingibjörg. Snemma átti þessi nafnliður tii að breytast í
borg, fyrst með frændþjóðum okkar, en var fyrrum þekkt hér-
lendis einnig.
E.H. Lind hefur þessar fornar samsetningar: Arinbjörg, Arn-
björg, Auðbjörg, Asbjörg, Eiðbjörg, Geirbjörg, Guðbjörg, Gunn-
björg, Hallbjörg, Herbjörg, Hildibjörg, Ingibjörg, Ketilbjörg,
Niðbjörg, Oddbjörg, Ragnbjörg, Salbjörg, Sigbjörg, Stein-
björg, Svanbjörg, Sæbjörg, Valbjörg, Vébjörg, Vilbjörg, Vin-
björg, Þegnbjörg, Þjóðbjörg og Þorbjörg.1
Af þessum samsetningum hafa verið lífseigastar (hér í svig-
um settar hliðarmyndir með borg): Arnbjörg (Arnborg), Auð-
björg, Asbjörg (Asborg), Guðbjörg (Guðborg), Gunnbjörg
(Gunnborg), Hallbjörg (Hallborg), Herbjörg (Herborg miklu
algengara), Ingibjörg (Ingiborg), Ketilbjörg, Oddbjörg (ekki
*Oddborg, enda væri það óheppilegt nafn), Salbjörg, Sig[ur]-
björg (Sigborg þekkist, en Sigurborg nær einhaft), Steinbjörg
100