Skagfirðingabók - 01.01.1994, Síða 103
NYBJORG
(Steinborg), Svanbjörg (Svanborg talsvert algengara), Sæbjörg
(Sæborg), Valbjörg (Valborg nær einhaft), Vinbjörg, Þjóðbjörg
og Þorbjörg (Þorborg, Þórborg). Samsetningum með björg hefur
fjölgað mjög og teljast nú nálægt 70 alls, ungar og gamlar.2
Nafnliðurinn ný er að því leyti merkilegur, að fjöldi kvenna-
nafna endar á honum (milli 40 og 50), þar af komu 15 fyrir
1703, sum þeirra ævaforn. Ekkert karlheiti endaði hinsvegar á
samsvarandi hátt, nýr, fyrr en nútímamenn fundu upp afleiðsl-
urnar Dagnýr, Guðnýr og Oddnýr.
Skyldi vera með öllu óleyfilegt að efast um, að ný-ending
kvennanafna hafi merkt það sem hingað til hefur verið trúað
og kennt: ný, ung og fögur? Við vitum að öll börn eru „ný“ við
fæðingu og flest voru afar ung við nafngift.3
Ekki tíðkast að hefja nöfn á Ný. Þó urðu til þrjú slík á 19-
öld: Nýmundur, Nývarð og Nýbjörg. Tvö hin fyrri eru örsjald-
gæf, en hið þriðja á sér merkilega sögu, og það varð til þess að
höfundur tók, með góðra manna hvatningu og hjálp, að efna í
þessa grein.4
Nýbjörg fyrsta
Maður er nefndur Hallgrímur Jónsson (1717—85), Eyfirðingur
að kyni. Hann var skólagenginn nokkuð, „vitsmunamaður, smið-
ur góður og málari”.5 Hann málaði nokkrar altaristöflur, og verð-
ur hér látið nægja að minna á skemmtileg orð, sem dr. Kristján
Eldjárn hafði um hann.6
Hallgrímur Jónsson giftist 1737 skagfirskri konu, Halldóru,
dóttur Þorláks bónda í Asgeirsbrekku í Viðvíkursveit. Þau áttu
fjölda barna, og voru margir afkomendur þeirra kunnir að and-
legu og líkamlegu atgervi. Þau Halldóra og Hallgrímur bjuggu
um hríð á Kjarna í Hrafnagilshreppi, og mun einn sonur þeirra
fyrstur hafa tekið sér ættarnafnið Kjærnested.
Þriðja barn þeirra hjóna var Jón (1741—1808), fæddur á
Naustum í Hrafnagilshreppi. Fullorðinn færði hann sig fyrst í
101