Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 104
SKAGFIRÐINGABÓK
austur (að Grýtubakka í Grýtubakkahreppi) og síðan í vestur
og bjó í Brimnesi og Lóni í Viðvíkursveit og síðast á Horn-
brekku á Höfðaströnd. Hann var þríkvæntur; missti tvær fyrri
konur sínar, þær er hétu Ingibjörg og Oddný. I þriðja sinn
kvæntist hann og þá Ingibjörgu Guðbrandsdóttur, Gunnlaugs-
sonar. Með henni átti hann eina dóttur, og varð nú að ráði með
þeim hjónum að tengja saman ný úr Oddný og björg úr Ingi-
björg. Ur þessu varð frumsmíðin Nýbjörg. Þetta er mun smekk-
legri samsetning en margar aðrar, sem urðu til með líkri aðferð
á 19- öld, og má vel segja, að Nýbjörg sé „ung bjargvættur".
Nýbjörg hin fyrsta Jónsdóttir fæddist 23. apríl 1807 að Horn-
brekku á Höfðaströnd.7 Hún var aðeins tæplega ársgömul, er
faðir hennar dó, og mun þá fljótlega eða jafnvel strax hafa verið
tekin í fóstur hjá Bjarna Gunnlaugssyni og Margrétu Arnadótt-
ur, sem bjuggu á nokkrum stöðum í Skagafirði austan vatna.
Nýbjörg fermdist 1822, þá til heimilis í Bæ á Höfðaströnd. Sr.
Bjarni Pálsson, fæddur um 1790, sá sem nefndur hefur verið
„snilldarmaður í prestverkum", gefur henni hinn besta vitnis-
burð fýrir gáfur, kunnáttu og hegðun. Þett sama ár, 1822, flyst
hún með fósturforeldrum sínum og fjórum uppkomnum börn-
um þeirra að Langhúsum í Viðvíkursveit. Dró þá brátt til þess
sem verða vildi um örlög hennar.
Skal þá nefna til þessarar sögu Sigurð Guðmundsson sem
Espólín gaf auknefnið „hinn danski". Arið 1793 fæddist sonur í
Hamarkoti í Hrafnagilshreppi, og er nú malbik og steinsteypa í
Ásvegi á Akureyri, þar sem áður var kotið. Foreldrar svein-
barnsins voru Guðmundur bóndi Pétursson (dó á Akureyri, fær
lágar einkunnir í kirkjubók) og Hallfríður Jónsdóttir. Sigurður
er talinn fóstursonur á Vöglum í Hrafnagilshreppi 1801. Hann
virðist hafa tekið nokkra ókyrrð í föðurarf, en má hafa verið ásjá-
legur, því að vel varð honum til kvenna. Rúmlega tvítugur er
hann orðinn vinnumaður hjá bróður sínum, Pétri Guðmunds-
syni í Ytra-Krossanesi í Glæsibæjarhreppi. Hann hefur þannig
fyrstu ár ævinnar verið í námunda við kaupstaðinn á Akureyri.
102