Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 106
SKAGFIRÐINGABÓK
um og Nýbjörg Jónsdóttir vinnukona sama staðar. Nú virðist
Sigurður hafa logið til um aldur sinn og telur sig fimm árum
yngri en var. Hin unga brúður hans hefur tekið að gildna í
gerðunum, því að 3. nóvember sama ár elur hún dóttur sem
umsvifalaust er skírð Margrét eftir fóstru hennar í Langhúsum.
Mátti og ekki tæpara standa, því að mærin Margrét lifði ekki
nema tvo daga eða þrjá. En maður kemur í manns stað. Tólf
dögum síðar fæðist önnur mær, sem einnig er skírð Margrét.
Móðir hennar var Sigríður Ketilsdóttir vinnukona í Brimnesi
og lýsti hún föður „ofanskrifaðan Sigurð Guðmundsson í Lang-
húsum sem nú giftist á þessu hausti."8
Þetta er hans „fjórða frillulífisbrot, en Sigríðar fyrsta." Vera
má að gamlir kunnleikar hafi verið með Sigríði þessari og Sig-
urði danska, því að hún fæddist í Hrafnagilssókn og ólst upp
skammt frá Akureyri eins og hann. En sú Margrét, sem nú var
til orðin, var í skjóli föður síns og þá líklega ekki síður Nýbjarg-
ar konu hans, er frumburð sinn hafði misst, uns hún var full-
tíða. Kemur Margrét Sigurðardóttir síðar til sögunnar, svo að
um munar. En af Sigríði Ketilsdóttur er það að segja, að hún
var tæplega fimmtug á Staf(n)shóli í Hofssókn 1845 og hafði
gifst ungum bóndasyni. En hvert var þriðja frillulífisbrot Sig-
urðar Guðmundssonar? Því verður ekki svarað hér að öðru leyti
en því, að Stefán Aðalsteinsson ættfræðingur taldi, að móðir
Margrétar Sigurðardóttur væri „sennilega" Ingiríður Sölvadótt-
ir. Væri það trúlega dóttir sr. Sölva Þorkelssonar á Hjaltastöð-
um, en hann átti einnig dætur að nafni Ingibjörg og Ingigerð-
ur. I Islenskum œviskrám segir, að Ingiríður Sölvadóttir, Þorkels-
sonar, dæi 17 ára, en ekki fær það staðist, því að í gögnum sem
komin eru beint frá föður hennar, segir að hún fæddist 1810
og dæi 2. ágúst 1834.
Athyglisvert er hins vegar orðalag hjá Stefáni Aðalsteins-
syni, þegar faðerni er öruggt, en móðerni aðeins sennilegt!
Þarna sést hversu varkár fræðimaður Stefán var fyrr og síðar.
En hvað sem þessu líður var nú lokið opinberu kvennafari
104