Skagfirðingabók - 01.01.1994, Síða 108
SKAGFIRÐINGABÓK
með ljóst, slegið hár. Það minnti hana á Agnesi, áður en
hún var höggvin.
Bágr er að vita hvernig slík saga verður til, því að hún fær í
engu atriði staðist. I fyrsta lagi var Nýbjörg ekki „ung stúlka",
heldur hafði verið gift kona nokkuð á annað ár, þegar aftakan
fór fram. I öðru lagi voru karlar aðeins tilkvaddir að vera við-
staddir. I þriðja lagi var Nýbjörg fátæk bóndakona í austan-
verðum Skagafirði í janúar 1830 og harla ólíklegt, svo ekki sé
meira sagt, að hún hafi tekið sig upp um hávetur að horfa á af-
töku vestur í Vatnsdal, þar sem karlmenn einir voru boðaðir. I
fjórða lagi var Agnes Magnúsdóttir alls ekki ljóshærð. I dóma-
bók Húnavatnssýslu er á henni greinileg lýsing og fram tekið,
að hún væri með „dökkt slikjuhár".9 Nýbjörg Jónsdóttir var
því alls ekki viðstödd aftöku Agnesar og Friðriks. En er hún
hafði veitt bónda sínum nábjargirnar 1839, varð hún að hugsa
ráð sitt.
Sigurður danski og Pétur í Krossanesi áttu bróður er Jóhann-
es hét. Hann varð bóndi á Hranastöðum í Hrafnagilshreppi, og
hjá honum hafði Jóhann Pétur Sigurðsson stundum átt skjól.
Þegar faðir hans var dáinn og Nýbjörg Jónsdóttir orðin ekkja á
besta aldrei, tekur hún sig upp frá Óslandi með Margrétu
fóstru sína og stjúpdóttur og bætir þá við hinu frillubarni
bónda síns, Jóhanni Pétri, og fer með þau bæði að Hrana-
stöðum. Hún er þar hjá Jóhannesi mági sínum, uns hún kynn-
ist til muna nýrri söguhetju.
Maður er nefndur Jón Gottskálksson (1806-93). Hann fædd-
ist á Æsustöðum í Saurbæjarhreppi í Eyjafjarðarsýslu og bjó
um fjörutíu ára skeið á Helgárseli í Öngulsstaðahreppi.10 Jón
var að sögn þeirra, sem til þekktu, stór vexti, fríður, karlmann-
legur og vel viti borinn".11 Hann þótti kvenhollur, barngóður
og greiðvikinn. Sveitadrengurinn í mér sér fyrir hugskotssjón-
um skýra mynd sem kannski á sér líkingu í eigin lífsreynslu.
Lítil stúlka átti sér þann dýra draum að komast á réttina eins
106