Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 109
NÝBJÖRG
og aðrir menn með mönnum. Faðir hennar og eldri bræður
voru þangað riðnir og lítt hirt um stelpukornið, sem smátt
erindi hefur talist eiga til réttar. Hún hafði engin úrræði. En
nú ber að mann, vel ríðandi utan af bæjum, eins og sagt var, og
hún þekkti hann og hafði heyrt af honum sögur. Þetta var Jón
Gottskálksson bóndi á Helgárseli, og móðir hennar greindi Jóni
frá áhyggjum dóttur sinnar. „Eg skal reiða þig á réttina, barnið
gott,“ segir Jón og er skjótur til athafna. Þessi greiðvikni var
einn af eðliskostum hans, enda vildi hann löngum vera öðrum
vænn. Slíka greiðasemi mátti glöggt greina með ýmsum frænd-
um hans og afkomendum.12
Stefán Aðalsteinsson skráði þessa bæjavísu um Jón Gott-
skálksson, og er hún talin ort 1867:
Af svo getur öldin skýr:
auðlegð hjóna dafni,
á Helgárseli blíður býr
bóndinn Jón að nafni.
Jón Gottskálksson var vinnumaður á Litla-Eyrarlandi um tíma
og giftist þar 1828 Guðrúnu Hallgrímsdóttur frá Hofi á Flat-
eyjardal, og var hún nokkru eldri en hann, en þó á besta aldri.
Þau eignuðust saman sex börn. Guðrún andaðist 1842.
Nú er að segja frá Nýbjörgu, að hún gerðist bústýra hjá Jóni
á Helgárseli 1843 og giftist honum um haustið, þunguð að
fyrsta barni þeirra, Guðrúnu. Reyndist hún honum „tryggur
fylginautur”, segir Stefán Aðalsteinsson og mun svo hafa til
orða tekið, af því að nokkur tilefni voru annars, sem brátt mun
sjást.
Nýbjörg á Helgárseli fékk sína bæjavísu, ekki síður en
bóndi hennar:
Síðast telur sögnin rýr
svanna þann, Nýbjörgu.
Helgárselið hirðir skýr
hyggin vel, af prýði býr.
107