Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 112
SKAGFIRÐINGABÓK
þér vilduð auðsýna mér og mínum þá vægð að eftirgefa
ektamanni mínum Jóni Gottskálkssyni annað hvort að
fullu eða þá að nokkru leyti hórsekt þá, sem hann er fall-
inn í fyrir sitt annað hórdómsbrot, nú með einni annarri
ógiftri kvenpersónu en áður, að nafni Halldóru Randvers-
dóttur. Að því leyti mig snertir hefi ég af hreinu hjarta
þessa hans ávirðing honum fyrirgefið og ætla mér eins
eftir sem áður að búa saman við hann með allri ástsemi
sem eiginkona, því að hann er mér ætíð hjálpsamur og
ástúðlegur ektamaki og okkar sameiginlegum börnum
umhyggjusamur og góður faðir. Viðkomandi sýslumann
og sóknarprest vildi ég mega biðja að gefa á þetta mitt
bónarbréf sínar meðmælandi góðar áritanir.
Helgárseli þann 24. september 1851
Nýbjörg Jónsdóttir13
Undir var svo titill og nafn amtmanns í þágufalli (þiggjand-
ans, viðtakandans) að lærðra og vel siðaðra manna hætti. Þetta
var nokkrum árum fyrr en Jörgen Pétur Havsteen amtmaður
giftist Kristjönu Gunnarsdóttur, bræðrungu Nýbjargar.
Af þessu bréfi stafar gerðarþokki, svo sem mun verið hafa af
Nýbjörgu sjálfri. Þó að allt sé kurteislegt og hógvært að hætti
aldarinnar, skríður þessi „undirskrifuð bóndakona" ekki kylli-
flöt í duftinu fyrir yfirvaldinu. Og sáttaboð hennar er heilt,
hreint og afdráttarlaust. Fólk hefur alltaf verið breyskt, en bréf-
ið er til marks um andlegan og siðferðilegan þroska íslenskrar
alþýðu þar á móti, þótt efnahagur væri hins vegar ekki stórskor-
inn að okkar heimsgæðamati. Lág múgmennska var þessu fólki
fjarri.
Gerðir Nýbjargar voru ekkert hálfkák. Hún gaf dóttur Hall-
dóru vinnukonu og manns síns hið fágæta nafn sitt og ól hana
upp sem sitt eigið barn. Halldóra fór hinsvegar af bænum, eins
og þá var krafist, þegar svo stóð á, en hún fór ekki að sinni úr
110