Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 113
NÝBJÖRG
kirkjusókninni. En foreldrar hennar og bróðir urðu heimilis-
menn á Helgárseli ekki miklu síðar (voru þar 1854—59). Og
ekki nóg með það. Halldóra Randversdóttir átti 1856 soninn
Kristján með Jósef Friðfinnssyni vinnumanni á Ytra-Lauga-
landi. Þennan svein ólu Jón Gottskálksson og Nýbjörg Jóns-
dóttir upp að verulegu leyti, og frá þeim var hann fermdur á
Munkaþverá 1870 með frábærum vitnisburði. Hann fluttist
síðar með gömlu hjónunum að Hallandi á Svalbarðsströnd, en
svo skildi leiðir.
Þegar ég hugsa til Nýbjargar á Helgárseli, detta mér oft í
hug ljóðlínur sem sr. Guðmundur í Gufudal birti í Nirði 1918
og mættu vera eftir hann sjálfan:
Heilar sættir
sæma höldum snotrum,
stórt þó til saka sé.
Ekki hefði riðið efnahag þeirra Helgárselshjóna að fullu, þótt
beitt hefði verið ákvæðum tilskipunar Friðriks konungs sjötta
„viðvíkjandi misgjörníngarmálum á Islandi" til þess að ákveða
sekt Jóns bónda.14 Samkvæmt hinni konunglegu tilskipun frá
24. janúar 1838 var hámarkssekt fyrir hórdóm í annað sinn 30
ríkisbankadalir, eða ríflega kýrverð. Þar að auki sagði svo í
hinu konunglega lesmáli á kansellístíl aldarinnar:
Svo skal og amtmaðurinn eptirleiðis hafa myndugleika
til, eptir kríngumstæðunum, að eptirgefa hórstraffið, þeg-
ar það hjónanna, mót hverju brotið er framið, og sem
vill framhalda hjúskapnum, gjörir fyrirbón þarum, — og
þó einúngis þegar svo stendur á, að engar líkur séu til
þess, að téð fyrirbón sé grundvölluð á því lastverða sam-
komulagi, að skipta sér ekkert af slíkum hjúskapar brot-
um, og heldur ekki nein önnur sérlega hneixlanleg
kríngumstæða hefir verið sameinuð yfirsjóninni.
111