Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 114
SKAGFIRÐINGABÓK
Halldóra Randversdóttir giftist og fluttist úr Eyjafirði með
manni sínum, Snorra Snorrasyni, 1866, þá að Veturliðastöðum
í Fnjóskadal. Síðan hurfu þau aftur til Eyjafjarðar, að Skálpa-
gerði, svo að Hallandi litla hríð og síðan „suður á land“, eins
og kirkjubókin segir. Með þeim voru þá fjögur börn þeirra og
að því er virðist Kristján Jósefsson. Ekki miklu síðar lést Snorri
(1876), og Halldóra varð vinnukona í Engey, og þar voru tvö
börn hennar einnig niður komin 1880. Hún var í vinfengi við
Engeyjarfólk síðan. I manntali 1910 er hún til heimilis að Litla-
Melstað í Reykjavík með yngstu dóttur sinni, Lilju Kristjönu.
Þar heitir nú Grandavegur 31 og er á Bráðræðisholti.
Litli-Melstaður mætti kalla að verið hefði á áhrifasvæði
Halldórs Kr. Þorsteinssonar útgerðarmanns. Hann giftist Ragn-
hildi Pétursdóttur úr Engey og áttu þau lengi heima í Háteigi
í Reykjavík og voru við þann stað kennd. Kristín Halldóra
dóttir þeirra man úr bernsku sinni í Háteigi eftir gömlu kon-
unni, „sem kom til okkar til að deyja." Halldóra var þá vel á
tíræðisaldri. Hún hafði ekki brotnað í hretviðrum lífsins, var
svo sem það tré reyrstafur sem skáld kunna að lýsa eiginleikum
hans, þeim að réttast úr beygjunni, hvenær sem átakinu slepp-
ir. Kristín H. Halldórsdóttir man enn að gamla konan, sem
borið hafði átta börn í þennan heim, hafði brjóstsykurspoka of-
an á brjóstinu að gefa börnum. Hún man enn eftir háa rúminu,
þar sem gamla konan, sem hafði komið svo langa vegu að norð-
an, var loksins lögst til hvíldar. Þegar lömbin róku að skoppa á
grænkandi túnum Eyjafjarðar, dó Halldóra Randversdóttir í
Háteigi í Reykjavík 24. maí 1925, og skorti þá sjö ár upp á tí-
rætt. — Kristján Jósefsson, titlaður vinnumaður, lést í Reykja-
vík 1918.
Jón Gottskálksson og Nýbjörg Jónsdóttir höfðu flust frá
Helgárseli 1871. Þá fækkaði um þrjár Nýbjargir í Eyjafirði,
sem síðar segir ger. Jón var orðinn hálfsjötugur og aðdrættir
erfiðir á Helgárseli og gæði jarðarinnar torsótt. Hann vildi því
leita sér hægara jarðnæðis. Frá Hallandi á Svalbarðsströnd lá