Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 115
NÝBJÖRG
leiðin að Stafnsholti í Reykjadal 1874, og þar voru árum sam-
an með gömlu hjónunum Sigurlaug dóttir beggja og Nýbjörg
dóttir Jóns.
Guðrún Jónsdóttir, sem getur betur síðar, var orðin húsfreyja
á Vatnsenda í Ljósavatnssókn 1883. Þangað fóru gömlu hjónin
1885 og tóku nú að mæðast af kvillum. Þau höfðu lifað saman
sætt og súrt, og var skammt milli þeirra héðan af heimi. Ný-
björg hin fyrsta lést 24. febrúar 1892 úr ellilasleika og bóndi
hennar tæpu ári síðar úr vatnssótt.
Nýbjörg önnur og þriðja og Nýbjörg í Vesturheimi
Víkur nú sögunni aftur vestur til Skagafjarðar. Margrét var
yngst barna Bjarna Guðlaugssonar og Margrétar Arnadóttur,
þeirra er fóstruðu Nýbjörgu fyrstu. Mjög kært virðist hafa ver-
ið milli fóstursystranna. Margrét Bjarnadóttir átti Jón Þórðar-
son, og bjuggu þau á Hofi í Hjaltadal, en síðar og lengi á
Hrauni í Sléttuhlíð. Meðan þau bjuggu á Hofi, fæddist þeim
dóttir (1826) og var hún skírð Nýbjörg, og er hún önnur þess
nafns, svo að vitað sé. Hún varð skammlíf, eins og margt barn-
ið í þá daga, og lést síðasta dag ársins sem hún fæddist. En
Jóni og Margrétu fæddist önnur mær 1829, hinn 15. nóvem-
ber, og hún var umsvifalaust skírð Nýbjörg, svo að þeim hefur
verið full alvara að koma nafninu upp. Engin hjátrú hefur á
þau bitið um skammlífi barna eftir nöfnum, enda engu öðru
nafni aukið við. Meðal alsystkina þessara Nýbjarga var Jóhanna
er síðar getur.
Heimildir skortir um fyrstu ár þessarar Nýbjargar frá Hofi,
Nýbjargar þriðju, en árið 1836 er hún komin í fóstur til móð-
ursystur sinnar, Þórdísar Bjarnadóttur, og manns hennar, Ein-
ars Guðbrandssonar á Hrappsstöðum (síðar Hlíð) í Hjaltadal,
og þar er hún í manntalinu 1845. Hún hefur alist upp hjá Þór-
dísi til fullorðinsára og er síðan vinnukona á nokkrum bæjum
8 Skagfirdingabók
113