Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 116
SKAGFIRÐINGABÓK
austan Vatna í Skagafirði, en um 1860 flyst hún yfir sýslu-
mörkin, að Máná á Ulfsdölum.
Nýbjörg þriðja hefur vitað hvers vegna hún hét svo fágætu
nafni, því að 1864 fer hún í Helgársel til nöfnu sinnar og Jóns
Gottskálkssonar. Og hún átti erindi í lónið, því að hún giftist
Hallgrími, elsta syni Jóns af fyrra hjónabandi (f. 1828) árið
1870. Nýbjörg þriðja og Hallgrímur Jónsson bjuggu á nokkr-
um bæjum í Eyjafirði: Sigtúnum, Bringu og Syðra-Tjarnarkoti
í Ongulsstaðahreppi, en þaðan fluttust þau vel miðaldra til
Vesturheims með skipinu Osborne 1878. Akvörðunarstaður
var Halifax, höfuðborg fylkisins Nova Scotia í Kanada.
Hallgrímur og Nýbjörg voru fyrst á Nýja-Islandi, en flutt-
ust til Dakota 1880 og námu land í grennd við Mountain í
svokallaðri Víkurbyggð. Hallgrímur dó 1897, en Nýbjörg varð
fjörgömul, andaðist í nágrenni við Mountain 22. júlí 1918.
Þau voru barnlaus.15 Nýbjörg þriðja var annáluð fyrir guðrækni
og siðsemi. Fór hún daglega með sálma og lét Jónsbók (Vída-
línspostillu) aldrei vera sér hendi firr.
Samskipa þeim Hallgrími vestur um haf höfðu orðið ung
eyfirsk hjón, Jóhanna Jónsdóttir og Jónas Halldórsson, og fóru
frá Ytra-Laugalandi með unga dóttur, fyrsta barn sitt. Trúlega
hefur Nýbjörg Jónsdóttir verið þeim innan handar á leiðinni
yfír hafið, því að þau áttu eftir að láta heita í höfuðið á henni:
Nýbjörg var yngst barna þeirra. Vera má að hér sé seilst um
hurð til lokunnar að skýra nafngiftina. Jónas Halldórsson frá
Ytra-Laugalandi var sonarsonur Guðnýjar Gottskálksdóttur
(1795—1855) á Ongulsstöðum, en hún var systir Jóns á Helg-
árseli, föður Hallgríms. Það breytir auðvitað ekki því, nema
síður sé, að þau Nýbjörg og Hallgrímur hafa eflaust reynst
ungu hjónunum vel á leiðinni yfir hafið. Nýbjörg Jónasdóttir
Halldórssonar fæddist og dó í Vesturheimi, varð Nýbjörg Sni-
dal (skemmtilegur ritháttur) er hún giftist Jóhanni Snidal í
Oak Point í Manitoba. Þau áttu einn son, og bera börn hans
„ensk“ nöfn.
114