Skagfirðingabók - 01.01.1994, Síða 118
SKAGI-'IRÐINGABÓK
og áferðargóðu rithendi sinni, sem stundum er ekki að sama
skapi auðlesin, afar góðan vitnisburð þeirra beggja, svo að naum-
ast má á milli sjá. Við vitum þegar deili á Nýbjörgu sem alla
tíð hafði átt heima á Helgárseli og enn átti þar eftir fimm ára
dvöl.
Þorlákur Stefánsson var frá Ytri-Skjaldarvík f Glæsibæjar-
hreppi. Þau voru nær jafnaldra, hún fædd 31. ágúst, hann 19.
september 1851. Foreldrar Þorláks, Sigríður Þorláksdóttir og
Stefán Kristjánsson, voru Eyfirðingar og hann og systkini hans
öll fædd í Munkaþverársókn. Þau voru af Hvassafellsætt og er
þá skammt að rekja til móður Jónasar Hallgrímssonar skálds.
Þorlákur Stefánsson og Jónas voru af þriðja og fjórða að frænd-
semi. Um sum systkinanna í Ytri-Skjaldarvík er kunnugt að
þau voru óvenjulegum gáfum gædd. Sigríður Stefánsdóttir var
kölluð ljóngáfuð, en sá sveinn, sem prófastur Eyfirðinga fermdi
1866, var einhvern tíma nefndur „Þorlákur sem allt vissi“.
Elsti bróðir Þorláks var Kristján, fæddur 1840. Hann drukkn-
aði á Eyjafirði langt innan við þrítugt. Kristján var sjómaður
og kvæntist ekki, en eignaðist son með Soffíu Jónsdóttur frá
Leyningi, og má vera að þau hafi verið heitbundin. Sonur
þeirra var Albert bóndi á Páfastöðum (1865—1955), alkunnur
maður af mannkostum og góðum störfum í Skagafirði um sína
daga, og tengdafaðir Sigurðar Skagfields óperusöngvara.
Hinn 1. maí 1883, sem enn var Valborgarmessa, en ekki
verkalýðsdagur, voru ektavígð af sr. Stefáni Jónssyni, þeim sem
sr. Matthías orti eftir, Nýbjörg Jónsdóttir í Stafnsholti í Reykja-
dal og Þorlákur Stefánsson sama staðar. Þau voru af öðrum og
þriðja að frændsemi. Ekki er að sjá að bráðar barnaástir hafi
orðið með þeim, er þau gengu til spurninga hjá prófasti. Hafði
og Þorlákur eignast dóttur fyrir hjónaband með Sigurbjörgu
Jónsdóttur ljósmóður. Frá henni segir talsvert í Svalbarðsstrand-
arbók. Sigríður Þorláksdóttir var afbragðsvel gáfuð, trúuð og
dugleg. Hún stundaði kennslustörf á Svalbarðsströnd og Akur-
116