Skagfirðingabók - 01.01.1994, Side 119
NÝBJÖRG
eyri, var lengi í forystusveit kristnisboðshreyfingarinnar og átti
einna drýgstan þátt í því að koma upp kristniboðshúsinu Zion
við Hólabraut á Akureyri. Það var á kreppuárunum, þegar eng-
ir peningar voru til.
Sem fyrr var skrifað, hafði Nýbjörg Jónsdóttir alltaf fylgt
föður sínum og stjúpu: frá Helgárseli að Hallandi, og svo að
Stafnsholti, en eftir giftinguna skildi brátt leiðir, og þau Ný-
björg og Þorlákur fóru að Þóroddsstað 1884. I þeirri för var og
móðir Þorláks, Sigríður.
Fyrsta barn Nýbjargar fjórðu var Asgeir, fæddur síðla í nóv-
ember 1882, þá Jón ári síðar og svo hvert af öðru: Egill, Soffía,
Sigurlaug Katrín og Nýbjörg tíunda, sjá um hana síðar (mynd
bls. 131).
Frá Þóroddsstað fóru Þorlákur og Nýbjörg 1886 að Saltvík í
Húsavíkursókn. Þar bjuggu þau við afar þröngan kost, og vildu
börn þeirra, þau sem það mundu, sem fæsj um það tala. Næst
lá leiðin að Isólfsstöðum á Tjörnesi. Frá þeim árum hafði læst
sig í barnsvitund Egils Þorlákssonar skýr mynd. Sem fyrr segir,
var Þorlákur bráðgáfaður, og var með öðru til marks, að hann
nam erlend mál sjálfsnámi svo vel, að hann gat kennt öðrum.
Og nú er það eitt sinn, er myrkur grúfir yfir Tjörnesi, að Egill
sér föður sinn standa undir þeim eina lampa sem heimilið tald-
ist hafa efni á að tendra því sinni, og nær honum ungur maður.
Þeir bera bækur sínar upp að ljósinu og lærir svo ungi mað-
urinn danskt mál af húsbónda. Þarna var kominn í fróðleiksleit
sem fyrr og síðar Kári Sigurjónsson, síðar bóndi, vísindamaður
og alþingismaður á Hallbjarnarstöðum. Það átti ekki fyrir Þor-
láki bónda að liggja að kenna mörgum ungmennum. Á sjötta
búskaparári sínu á Isólfsstöðum og aðeins á 43. aldursári sínu
dó hann úr lungnabólgu, en þá drepsótt kunnu menn þá ekki
að lækna.
Þrátt fyrir góðan vilja og mikinn móðurkærleika, sem börn
Nýbjargar mundu vel og mátu, gat hún ekki haldið í horfinu
117